Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 26
26
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Einni lýsingunni enn má bæta við þótt hún sé frá heimamanni.
Séra Ólafur Pálsson í Stafholti sagði í lýsingu á Stafholts- og
Hjarðarholtssóknum árið 1853 að aðeins væru þrír hverir í sóknunum.
Fyrst nefndi hann Lundahver. Í honum væru þrjár uppsprettur með
vellandi vatni en hann gjósi ekki hátt. Veggjahver væri sýnu stærri með
mörgum uppsprettum en gjósi heldur ekki hátt. Þriðji hverinn var
Einifellshver í gljúfrum niðri við Norðurá. (Mýra- og Borgarfjarðarsýslur,
Sýslu- og sóknalýsingar, 1839-1873.)
Eitt sinn var Þuríður Jónsdóttir á Svarfhóli á ferðalagi og lá leiðin hjá
hver. Þá kom þessi vísa:
Gufan sem að glatast hér,
gefin af stórhverunum,
gæti rekið heilan her
heim að verksmiðjunum.
Jósef Björnsson á Svarfhóli, sonur Þuríðar, taldi að vísan væri ekki yngri
en frá níunda tug nítjándu aldar og að hún væri ein hin fyrsta hugmynd
sem komið hafi fram um hveraorkuna. (Æskustöðvar, 1954.)
ÞVOTTAR ÞVEGNIR OG BRAUÐ BÖKUÐ
Fram kemur hjá Eggerti og Bjarna að fólk í nágrenninu hafi notað laug-
arnar norðan Hvítár, þar með talda Veggjalaug en þær væru þó lítið
notaðar miðað við laugarnar í Reykholtsdal og víðar sunnan Hvítár.
Þeir félagar lýsa þannig notum Borgfirðinga af hverunum: „Menn
hafa ýmisleg not af hverum og laugum, og skal hið helzta talið: a) Dag-
lega þvo menn í þeim og þæfa. Gengur það miklu betur en í köldu
vatni. b) Alls konar matvæli, svo sem mjólk, ket, egg o.fl. eru soðin í
hver unum. Suðan er jöfn og tekur skamman tíma. Enginn afkeimur
er af matnum, allra sízt ef pottarnir eru tilluktir. Með þessum hætti
sparast mikið eldsneyti. c) Í hverunum er auðveldara að beygja girði og
viðarfleyga en með öðrum hætti. Bein verða meira að segja mjög sveigj-
an leg í meðalheitu vatni. Þannig sjást bæði kinda- og nautgriparif við
marga hveri í Reykholtsdal, og eru þau jafnsveigjanleg og hvalbein. Hins
vegar er það merkilegt, að ef bein eru lögð í ýmsa hveri á Íslandi, einkum
þá heitustu, tapa þau lit og allri seigju og líta helzt út eins og þau væru
brunnin í eldi. d) Um not hverabaðanna til lækninga væri vert að skrifa