Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 40
40
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Málið var rætt fram og aftur og voru eitthvað skiptar skoðanir. Loks
var fallið frá því að reyna að sýna í félagsheimilinu, sérstaklega vegna
þess, að engin klósett voru enn komin í húsið. Þá skrapp út úr Ásgeiri
Rafnssyni: „En það er nú sandhrúga í forstofunni“.
Leikdeildin okkar hefur nú lifað sín uppvaxtar- og táningsár við gott
atlæti og umhyggju, og margt á dagana drifið. Auk aðalverkefnanna
hefur leikdeildin lagt til skemmtiefni á kvöldvökum, Borgfirðingavöku,
Bandalagslögum og M-hátíð.
Það mun hafa verið á Bandalagsdegi (Bandal. ísl. leikfélaga) í Loga-
landi, sem flutt var kvæðið um hann Kidda á Ósi. Þórður á Brekku lék
aðalhlutverkið, Kidda af mikilli innlifun.
Þegar þar var komið sögu, að Faxi sló aumingja Kidda svo hann
hlunk aðist niður á gaddfreðinn haug – þá varð fallið svo mikið, að ljósa-
krónan í búningsherberginu, sem var undir sviðinu, datt niður í höfuðið
á leikurum sem þar voru staddir og áttu sér einskis ills von. Ekki varð
þó slys af.
Í annað skipti átti að skemmta á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd, og var
búið að æfa leikþátt til að sýna þar. Auðvitað þurfti þá að hittast þann-
ig á, að aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga var haldinn sama dag og
sýn ingin. Þórir á Hóli, sem var einn af leikendum, var fulltrúi á kaup-
félagsfundinum, og gerði þess vegna ráð fyrir að mæta í seinna lagi að
Hlöðum. Allir hinir leikendurnir mættu tímanlega, en ekki varð það til
að minnka taugatitringinn, þegar tíminn leið án þess að nokkuð bólaði
á Þóri. Loks var gripið til þess ráðs á síðustu stundu, að setja annan í
hlutverk Þóris. Hófst svo skemmtunin. En viti menn! Þegar nokkuð var
liðið á skemmtiatriðin mætti okkar maður, góðglaður, sett ist frammi
í sal eins og fínn maður og hló manna hæst að leikþættinum – ekki
síst að vandræðaganginum í aukaleikaranum, sem hafði verið sett ur í
hlutverkið sem staðgengill hans.
Gott ef það var ekki á þessari skemmtun, sem Bjartmar Hannesson og
Haukur Ingibergsson frumfluttu lag sitt og ljóð um Tarsan apabróður,
sem átti eftir að ná miklum vinsældum. Þeir nágrannarnir voru meðal
máttarstólpa leikdeildarinnar fyrstu ár hennar. Þá bjó Bjartmar á
Hreðavatni, en Haukur var skólastjóri í Bifröst. Annað lag þeirra og
ljóð, sem hefur verið mikið spilað og nálgast það að vera orðið sígilt, er
„17. júní“.