Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 45
45
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
í einu atriðinu, og sáum við fram á að þurfa að nota heilmikið af rófum.
Eitthvað af leikdeildarfólki var statt úti í „Baulunni” og var að ráðgast
um hvar hægt myndi að fá ódýrar rófur. Vitnaðist þá, að Þorbjörn í Nesi
myndi áreiðanlega vera aflögufær, því hann hefði veitt rófur í ánni!
Þetta hljómaði lygilega, en reyndist dagsatt.
Hafði þá fyrir skömmu komið rófupoki siglandi niður Þverá, og
Þorbjörn veiddi hann! Það var meira en sjálfsagt hjá Obba að gefa okkur
rófnapokann, og dugði hann vel og lengi.
Oftsinnis á ferli Leikdeildarinnar hafur verið efnt til ferðalaga á hennar
vegum til að sjá leiksýningar hjá öðrum leikflokkum. T.d. má það heita
regla að mæta þegar hinir borgfirsku leikflokkarnir eru að sýna, en einnig
hefur verið reynt að skapa tengsl við leikhúsfólk í öðrum byggðarlögum.
Bærist þá oft von í brjósti um að viðkomandi endurgjaldi áhugann og
heimsóknina með því að mæta á sýningar hjá okkur í Þinghamri.
Eitt sinn hafði leikflokkur af norðanverðu Snæfellsnesi auglýst
leiksýningu á Lýsuhóli í Staðarsveit. Leikdeildin ákvað að efna til
hópferðar þangað, en undirtektir urðu dræmar, enda spáð brjáluðu
veðri. Sigga formaður (Sigríður Þorvaldsd.) lét afleita veðurspá ekki aftra
sér, en hélt ótrauð vestur á vel búnum jeppa, með þá fáu sem lögðu í að
fylgja henni. Það er náttúrulega enginn smáspölur vestur að Lýsuhóli,
og Staðarsveitin einhver afleitasti rokrass á öllu Vesturlandi. En Sigga
sýndi þarna sem oftar, að „vilji er allt sem þarf“. Ferðin vestur gekk
slysalaust og færðin og veðrið var meira að segja skárra en spáin hafði
gert ráð fyrir.
En hvað var nú þetta?
Á Lýsuhóli var allt slökkt. Þar var enginn bíll og engin hreyfing. Voru
Snæfellingar svona hrikalega óstundvísir?
Ferðafólkið húkti í bílnum um stund og var hrollkalt. Loks var afráðið
að banka upp á í nágrenninu, þar sem ljóstýra sást. – Þar hittu þau fólk,
sem leiddi þau í allan sannleika. Í dag var sunnudagur, en leiksýningin
sem þau voru komin til að sjá, átti ekki að vera fyrr en á mánudagskvöld!
Hinir langt að komnu leikhúsgestir tóku þessum tíðindum furðu ró-
lega. Er í minnum haft að Þórður á Brekku sagði aðeins: „Það er gott
að Eiður er ekki með“. Síðan var haldið heimleiðis eftir endilöngu Snæ-
fellsnesinu og Mýrunum.
En svo slæmt sem fólki þótti að missa af leiksýningunni, var hitt þó