Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 48
48
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Sagan segir: Eitt sinn var fólk úr Leikdeildinni statt á Akureyri um kvöld
og brá sér inn á bar, sem er ekki í frásögn færandi, því það þætti meiri
tíðindi, ef þau hefðu ekki farið á barinn.
Þar sem Sigga formaður sat í mesta sakleysi með glasið sitt, settist hjá
henni einn innfæddur, í fasi eins og hann væri einn af máttarstólpum
bæj arins – og vatt sér í það með það sama að reyna að taka Siggu á löpp.
Lofaði hann þessari föngulegu, framandi dömu gulli og grænum skóg-
um, ef hún vildi með sér vera.
Sagan segir að hann hafi byrjað að bjóða henni í siglingu um Eyjafjörð
a la Davíð Stefánsson. Þegar hún var ekki nógu fljót að samþykkja það,
var næsta tilboðið að sigla með hana á lystisnekkju norður fyrir heim-
skautsbaug, já, eða kringum landið, ef hún væri til í tuskið.
Siggu var farið að þykja þetta rosalega spennandi. Það fór heldur ekki
fram hjá Akureyringnum. Færðist hann enn í aukana og fór nú að tæpa
á hnattsiglingu.
Sigga var undirleit og hugsandi, og gæinn sá ekki betur en hún væri
alveg að því komin að taka beituna.
En allt í einu tók hann eftir því, að Sigga var að gjóa augunum út
í horn, en þar sátu tveir beljakar úr Leikdeildinni. Þá greip hann illur
grun ur, og hann spurði:
„Eru þeir kannski með þér þessir”?
Þá leit Sigga framan í manninn, blíð og sakleysisleg, brosti sínu feg-
ursta og svaraði:
„Já, geta þeir ekki bara komið með?“
– Því miður varð ekkert úr siglingunni.
Stundum hefur það viljað til á leikæfingum að leikararnir, einn eða fleiri,
fá óstöðvandi hláturskast. Tilefnið þarf ekki að vera mikið. Skondið
tilsvar eða einhverjir óvæntir tilburðir hjá meðleikurunum geta sett fólk
alveg út af laginu, svo það engist sundur og saman í hláturskrampa, og
gera verður hlé á æfingunni.
Taugaóstyrkur og svefngalsi eiga hér einhvern þátt, og svo hitt, að
Leik deildarfólk er yfirleitt lífsglatt og hláturmilt, og kætin á það til að
brjót ast út einmitt þegar alls ekki má hlæja.
Oftast líður kastið hjá eftir dálitla stund, og auðvitað er miklu æski-
legra að fólk ljúki sér af með hláturinn á æfingum, en að það skelli upp
úr á frumsýningu.
En ástandið getur orðið krónískt.