Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 51
51
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
færi, ýmist af leikdeildarfólki sjálfu eða vinum og velunnurum. Skiptust
á leik þættir, gamanvísur og alls konar sprell.
G. Margrét reyndist sérlega fjölhæf, hugmyndarík og ósérhlífin.
Henni tókst að púsla saman sundurleitu efni og brotum þannig að úr
varð vel frambærileg sýning, sem hún skreytti með skemmtilegum bún-
ingum og ýmsum uppákomum.
Hún stappaði í okkur stálinu með því að hengja upp í búnings-
her bergjunum falleg spjöld með ýmsum heilræðum, sem leikurunum
mættu að gagni koma. Þessar elskulegu ráðleggingar hanga þarna enn í
dag, svo að segja má að G. Margrét vaki ennþá yfir okkur.
Hún lét koma fyrir líkani af risastórri afmælistertu á körfuboltamark-
inu fyrir ofan sviðsopið, sem hægt var að hífa upp og niður. Í salnum
áttu áhorfendur að sitja við skreytt og ljósum prýdd borð og gæða sér á
kaffi, ávaxtasafa og piparkökum að vild. Já, þetta átti sannarlega að verða
eftirminnileg afmælisveisla. Og nú var allt að verða tilbúið.
Þurfti þá ekki endilega að gera blindbyl á sjálfan frumsýningardag inn!
Þó nokkuð af aðstandendum sýningarinnar sýndi það harðfylgi að
mæta í Þinghamri um miðjan dag til að leggja síðustu hönd á undir-
bún inginn. Allir vonuðu að veðrið myndi skána, en það var nú eitthvað
annað! Stórhríðin buldi á þakinu og varð sannarlega ekki til að minnka
frum sýningarskjálftann. Gott ef það varð ekki rafmagnslaust líka. En
fólkið kveikti á kertum og reyndi að róa sig niður.
Þegar á daginn leið varð ljóst, að ekki þýddi annað en að hætta við
að sýna um kvöldið, og náðist að koma þeim boðum til þeirra sem enn
voru heima. Þá var þetta óheppna frumsýningarfólk orðið veðurteppt í
leikhúsinu.
En einhverntíma um kvöldið slotaði veðrinu, svo að hver komst heim
til sín.
Daginn eftir var komið þokkalegt veður, og þá um kvöldið var
frumsýningin haldin, með tilheyrandi frumsýningarpartíi.
Sannaðist hér gamla máltækið „fall er fararheill“, því eftir þetta gekk
allt samkvæmt áætlun með „Bjartsýni”.
„Ættarmótið“ var mannfrekt og frekar flókið í uppsetningu, og gekk af
ýmsum ástæðum seint að koma því á fjalirnar.
Upp komst það samt um síðir, og á einni sýningunni var þar komið,
að allur ættingjaskarinn hafði safnast saman í kringum styttu af sjálf um