Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 52
52
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
ættföðurnum, sem átti nú að fara að afhjúpa. Það kom í hlut Magn-
úsar bónda, sem leikinn var af Jóni Rafnssyni, að leysa dúkinn utan af
styttunni, en um leið og hann kippti í bandið sem hélt dúknum, átti
spottinn að slitna, undirstaða styttunnar að gefa sig, og höfuðið á ættar-
höfðingjanum að detta af.
Tækniliðið var búið að vinna gott starf og finna upp útbúnað, sem
hafði dugað vel til þessa. En í þetta skipti brá svo við, að spottinn slitn-
aði ekki þegar Jón kippti í hann. Hann gerði nokkrar tilraunir, en árang-
urslaust.
Og þarna stóðum við öll á sviðinu fyrir framan fullt hús af áhorfend-
um, og vorum bara stopp!
Nú reið á því að Jón fyndi einhverja leið út úr ógöngunum. Hann
stóð sem höggdofa og starði á ólukkans spottann, og enginn getur víst
láð honum þótt hann dytti snöggvast út úr rullunni. Við heyrðum hann
segja með annarlegri röddu: „Þetta átti ekki að vera svona.“
En einhvern veginn – eftir óralangan tíma, að okkur fannst, náðist
spottinn í sundur og dúkurinn af. Undirstaðan fór að hallast og Davíð
á Hvassafelli, í gerfi Hallgríms sóknarprests, greip hausinn af forföður
sín um í fallinu eins og hann var vanur.
Jón náði sér undra fljótt af sjokkinu, og leikurinn hélt áfram. Áhorf-
endurnir í salnum hafa líklega, eða vonandi, ekki tekið eins mikið eftir
vandræðaganginum á leiksviðinu eins og við óttuðumst. Að minnsta
kosti sögðu einhverjir þeirra á eftir, að þeim hefði kannski rétt sem
snöggv ast fundist eitthvað vera athugavert við leikinn, en þeir voru ekki
vissir um nema þeim hefði missýnst.
En af þessu atviki sést, hvað lítið má út af bera. Þarna var það einn
snæris spotti, sem reyndist ekki alveg mátulega sterkur, sem setti allan
leik hópinn í afleita klípu.
Við sýningar á gamanleiknum „Biðlar og brjóstahöld“ var það ekki
snæris spotti, heldur snoturt kvenpils, sem mesta uppnáminu olli. Þar
lék Pálína á Hofsstöðum Maríu bankagjaldkera, unga og vel klædda
glæsi píu. Hún var sannarlega fönguleg, í ljósgrænni dragt með stuttu
pilsi, hvítri blússu með stórum blúndukraga, og viðeigandi fótabúnaði.
Pálína geymdi leikbúninginn auðvitað á vísum stað á milli sýninga.
En svo kom að því að pilsið var orðið óhreint og krumpað, svo hún tók
það með sér heim til að hressa upp á það.