Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 60
60
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
„Í tónsmíðum mínum legg ég til grundvallar tilfinningu mína fyrir fegurð
en síðan eru nokkrir grunnþættir sem ég treysti á þegar ég set tónlistina
saman. Þeir grunnþættir sem mesta töfra hafa í mínum augum eru flæði
og samhengi sem byggir á tilfinningu fyrir undirliggjandi hljómi eða tóni,
hið óræða í ljóðrænni tjáningu, dulin en stöðug hljómræn framvinda sem
oft hreyfist í kringum fimmundir og svo sterk upplifun fyrir ferðalagi á
forsendum tónlistarinnar.“
Það ætti ekki að leynast neinum að Anna unnir náttúrunni heitt. Nátt-
úran talar til hennar, nærir hana, gefur henni hugmyndir og ferla og
höfðar ekki síst til hennar sem hin eilífa uppspretta sköpunar, hönnunar
og krafts. Hún sækir á ferðum sínum um heiminn mikið í náttúru, en
það er ekki síst okkar náttúra sem leitar á hana. Náttúra á mörkum hins
byggilega heims, stórbrotin en þó svo viðkvæm náttúra á þessum mörk-
um þar sem afleiðingar af ástandi jarðar eru þegar farnar að sýna sig.
Myndin af Önnu við íslónið er tekin á Grænlandi.
FRAMUNDAN
Vinsældir og frami geta líka sett listamann í ákveðinn vanda. Væntingar
aðdáenda eru sterkar. Sumir vilja meira af því sama og aðrir hafa eigin
hug myndir á hvaða leið listamaðurinn er í vegferð sinni. Varðveisla
frelsis til að halda áfram leitinni, könnuninni sem felst í tónsköpun, er
krefjandi verkefni. Það þarf að vinna fyrir saltinu í grautinn og viðhalda
forvitni og jákvæðni ytri afla, en þó hefði þetta ævintýri aldrei gerst ef
það hefði verið haft að leiðarljósi. Það var ekki frægð Önnu sem fékk
Menningar ráð Vesturlands árið 2007 til að veita Önnu Þorvaldsdóttur
styrk upp á 200.000 krónur til að semja kammerverk. Það var framsýni
og innsýn þeirra sem að komu. Vonandi verður áfram fyrir hendi fólk
sem getur tekið slíkar ákvarðanir og styður við listamanninn til að sinna
verk efnum sínum. Það er nefnilega möguleiki að það verði ekki síður
mikil vægt þegar athyglin hefur beinst að árangrinum.
Anna hefur unnið með ýmsum listamönnum, gert rafverk við mynd-
bönd, tónlist við kvikmynd, skrifað óperu og margt fleira. Hún er djörf
og verk hennar eru fjölbreytt, en það eru hljómsveitarverkin sem hafa
höfðað mest til hennar. Nálgun hennar er alltaf heildræn og þegar hún
skapar vettvang fyrir tónlist sína gengur hlustandinn inn í veröld þar