Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 63
63
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Þann 18. nóvember 2015 voru liðin
120 ár frá fæðingu höfundar.
hestamenn og því skyldi ég ekki reyna að vinna mér til ágætis nokkuð
og gera tilraun með folann. Það var þá ekki úr háum söðli að detta, þótt
þetta ekki tækist, hvorki fyrir knapann eða skepnuna.
Notaði ég nú flest kvöld til að spekja gripinn og reyna að komast
til ráðs við hann en seinlegt var að vinna traust hans, erfitt og ekki
hættulaust. Piltarnir höfðu oft gaman af viðureign okkar félaganna og
segja mætti mér að einhverjum þeirra væri það minnisstætt enn í dag.
Einn verkamaðurinn Sveinn Jónsson ættaður úr Hornafirði, síðar verk-
stjóri við vita og hafnargerðir víða um land, var mér mjög hjálplegur og
hafði gaman af. Kann ég Sveini bestu þakkir fyrir veitta aðstoð og leið-
beiningar. Hann mun aldrei hafa fengið að koma folanum á bak hvað
þá annað meira, þrátt fyrir sína miklu aðstoð.
Þar sem við höfðum nú hvorki rétt eða hús, notuðum við fyrst fúa-
keldurnar í Hestslandinu og síðar vagnhestahópinn til að handsama
folann. Þetta gekk allt vel og alltaf varð Brúnn að láta í minni pokann.
Það var eitt einkennilegt við þetta að lengi fyrst þegar búið var að beisla
folann, sérstaklega ef maður nálgaðist hann, lak úr honum þvagið, eins
og lítið væri skrúfað frá vatnskrana. Þetta hef ég aldrei séð hjá neinum
öðrum hesti og aldrei heyrt um það getið annars staðar. Þeir sem voru
að reyna að skýra þetta, töldu helst að taugakerfið lamist svo, við það að
verða að láta undan að hann slappaðist svona við það, eða að þetta væri
af sálrænum ástæðum.
Ég afhenti eigandanum hestinn um haustið og vildi helst fá hann
keypt an en við það var ekki komandi, var hann þá meðfærilegur og að
öllu leyti á góðri leið og ekki vonlaust um að úr honum gæti ræst sem
reið hesti.
Þegar Brúnn var á sjötta vetri, keypti ég bróður hans gráan fola, einu
ári eldri og ótaminn með öllu og hóf tamninguna um vorið. Rétt um
sama leyti og ég tók að temja Grána kom Árni að máli við mig og sagði
mér falann þann brúna. Hafði ég ekki áhuga fyrir að kaupa tvo hesta
í einu en vildi gjarnan vita hvernig Brúnn hefði skapast um veturinn.
Riðum við Árni saman eina bæjarleið fram og til baka. Er skemmst af
því að segja að ég datt tvisvar af baki í ferðinni, hjá því varð ekki komist,
hafði það aldrei komið fyrir áður og kom aldrei fyrir síðar. Ég held að
Brúnn hafi aldrei sýnt mér þessa íþrótt sína eftir þetta.
En þegar svona var komið, kom ekki til mála að rétta Árna tauminn
og var Brúnn mín eign upp frá þessum degi og var aldrei seldur og