Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 69
69
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
þann ig til að bóndasonurinn Hannes Ólafsson var úti staddur en bæði
Ólafur faðir Hannesar, var víðkunnur hestamaður og eins hafði Hannes
áhuga fyrir góðhestum og báðir áttu ágæta hesta og Ólafur marga og
jafn an alla sína ævi. Minnist Hannes þessa enn í dag. Hann sagði meðal
ann ars að það hefði verið himnesk sjón, „Guðdómlegt listaverk“ og “það
fæð ist ekki nema einn slíkur gæðingur á hverri öld“, „þvílíkt fálmandi
tölt“ og eitthvað sagði hann fleira í svipðaða átt, en meira en þetta hef
ég ekki skrifað hjá mér.
Öll fjögur árin sem ég var að byggja veginn yfir Brattabrekku, sem
ég var að tengja saman samgöngulega séð, Mýrasýslu og Dalasýslu, svo
talað sé í þröngri merkingu. Raunar var að brúast djúp á milli Vestur-
lands annars vegar og Suðurlands hins vegar, þá hafði ég Brún með mér
og hafði mikil ferðalög og líka marga hesta, bæði tamda og á tamningar-
reki. Rak ég þá hestana að jafnaði, ef þeir voru fleiri en tveir. Það var þá
regla að leggja fyrst á Brún en skipta á lakari hest þegar vegurinn spilltist.
Þorsteinn bóndi Snorrason á Hvassafelli en hann er hestamaður og
hefir átt mjög góða reiðhesta, var oft nálægt veginum, annaðhvort á
engjum við heyskap, eða af öðrum ástæðum. Hann sagði mér oft, enda
sá ég það greinilega að hann stóð jafnan og studdi sig við orfið eða
hrífuna, meðan til sást. Hann sagðist hafa svo gaman af að sjá hestinn
ganga, að það stæði aldrei svo illa á fyrir sér að hann neitaði sér um að
njóta þessa augnabliks.
Einhverju einni bar mig í hlað hjá Kristjáni bónda Gestssyni á Hreða-
vatni en á Hreðavatni voru löngum góðir hestar. Hafði Kristján þegar
orð á hve vel ég væri ríðandi.
Frú Sesselja Jónsdóttir í Dalsmynni, sagði þegar hún sá mig á Brún,
að ég ætti alltaf að vera ríðandi og vildi láta mig temja sína fola.
Einar Vigfússon bóndi á Hreimstöðum í Norðurárdal var með mér
á ferð á Fellsendaeyrum í Dölum og sá mig hleypa fyrir lausu hestana,
sem ekki fóru rétta leið. Hann sagði á eftir að ef Brúnn væri kominn
til Reykjavíkur, myndi hann seljast hærra verði en aðrir hestar.
Sumarið 1930 kom hér í Borgarfjörð gamall vinur minn, Guðlaugur
Þor láksson og systir hans Jóna Þorláksdóttir. Hann hafði og hefir
lög fræðilega skrifstofu með Pétri Magnússyni í Reykjavík og Einari
Bald vini. Þau eyddu hér verslunarmannafrídögunum. Þau fóru víða
um Borgar fjörð ýmist á bifreiðum eða hestum. Þau sáu glæsilegustu