Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 71
71
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
byggð ar lögin í Borgarfirði og komu á betri bæi og við þau skildi ég
síð ara kvöld verslunarmannafrídaganna að aflokinni skemmtisamkomu
við Þverárrétt. Þau sögðu mér síðar að ferðin hefði verið góð en best
af öllu þegar ég hleypti gæðingunum á áreyrunum hjá Hreimstöðum í
Norðurárdal.
Sumarið 1931 fór ég á íþróttamót Dalamanna að Ólafsdal í Saur-
bæ. Fylgdarmaður minn í þessari ferð var Jens Skarphéðinsson frá
Oddsstöðum í Dalasýslu, hann er bróðir Friðjóns Skarphéðinssonar
bæjarfógeta á Akureyri og þingmanns Eyfirðinga. Við höfðum marga
hesta. Skömmu áður en komið var að Ólafsdal sat ég á Brún og lék hann
þá á allsoddi. Sagði ég þá við Jens að hann skyldi fylgja lausu hestunum,
ég myndi ná honum þó að ég færi augnablik af baki. Ég stansaði um
stund og það mátti segja að það væri í „lágra þúfna skorning, í ljósi
sólarhollu“, eða í litlum grasgeira á milli skriðuhryggja sem runnið
höfðu úr hlíðinni einhvern tímann endur fyrir löngu.
Ég strauk Brún „um brjóst og stinnan makka“ og sagði við hann,
„hér hefir þú aldrei komið fyrr og munt aldrei koma hér oftar. Þetta
verður í fyrsta og síðasta sinn sem þú ferð um þessar grundir og þessa
aura“. Dalamenn hafa lengi verið þekktir hestamenn og hestar þeirra
orðlagðir gæðingar. Nú erum við hér tveir Borgfirðingar á ferð, langt
frá heimahögum. Nú er það undir þér komið „klárinn góði“ hvort
Borgfirðingar þurfa að vera haldnir minnimáttarkennd á fjarlægum
slóðum. Þú hefir lengi verið ánægja augna minna og ánægja huga
míns. Þig hef ég metið meira en aðra hesta og „aldrei valið nema besta
fóður“. Nú er metnaður minn og heiður Borgfirðinga „þínum fótum
falið“. Það var alveg eins og hesturinn stæði og hlustaði, „það var eins
og blessuð skepnan skildi“. Meðan þessu fór fram horfði ég á vin minn
og félaga, þið haldið ef til vill að þetta hafi verið „típureiðhestur“. Nei,
það var nú eitthvað annað. Ef einhver hefði komið þarna til okkar hefði
hann sennilega sagt eins og Júlíus „að það myndi mega nota hann fyrir
vagnhest“. Það var siður og eiginleiki Brúns að bera höfuðið lágt í rétt
og hlaði og alltaf nema þegar maður sat á honum. Höfuðið var stórt og
gróf bein og sterkleg í höfðinu, kjálkabreiður og kjálkastór, brúnamikill
og brúnaþungur, augun stór og skýr og róleg og ekki hlýlegur svipurinn
en þóttalegur, eyrun stór en þó falleg og sérstaklega tilkomumikil frá
reiðmannssæti séð. Hesturinn allur óvenjulega þykkvaxinn, en tæplega í
meðallagi hár, hálsinn breiður og þykkur með óvenjufallega hnakkabeyju,