Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 75
75
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
engu síður fyrir hans fágæti. Ekki er hann mér eingöngu hugstæður fyrir
sína kosti, heldur og fyrir sína ókosti.
Enda þótt hesturinn sé nú til dags í allt öðru hlutverki í lífi þjóðar-
innar heldur en hann áður var er þó enn ekki svo illa komið að við
viljum vera án hans og hins vegar ekki heldur svo vel á vegi staddir að
við getum verið án hans. Meðan svo er, er rétt að hafa það sem rétt-
ara reynist, bera saman og bræða saman reynslu þeirra eldri og fræði
hinna yngri. Það er í þessu sem svo mörgu öðru að það þarf að meta
hvert sjónarmið, réttilega og hleypidómalaust, það er ef til vill ekki
rétt að knésetja annað sjónarmiðið, en hefja hitt. Við erum nú eins
og við erum, og komum til dyranna eins og við erum klæddir. Allir
sjálfsagt með nokkur sannindi, en enginn algjör. Ýmsir sjá ef til vill
betur flísina í auga bróður síns, heldur en bjálkann í sínu eigin auga
en sleppum því hér.
Við yfirlit á „Horfnum góðhestum“ Ásgeirs frá Gottorp er ljóst að
margir af þeim gæðingum sem þar er lýst, hafa verið erfiðir í æsku,
og margir hafa þeir farið ýmis gönuhlaup, hlaupið á fjárrekstra,
kúahjarðir í síki og skurði, hús og margt fleira en þó orðið eigendum
sínum til hinnar mestu ánægju og öðrum til hrifningar. Fyrir mér
er það svo, og ekki síst miðað við þennan sérstaka umrædda hest,
að hesturinn og gæði hans eru mér meira virði ef ég þarf að hafa
eitthvað fyrir að njóta hans. Ég dreg enga dul á það, að fyrir minn
smekk er þessi hestur sá besti sem ég hef komið á bak. Það er ekki
fyrir það að hann sé sá viljamesti eða gangmesti. Það er fyrir það að
hann átti eitthvað í fari sínu sem ekki er beint í viljanum og ekki
beint í ganginum og þó, í hvoru tveggja. Ég líki því helst við hörpu,
það var einhver töfraharpa í hreyfingum og háttalagi sem verkaði
ómótstæðilega hrífandi. Nú er ég sannfærður um að þessi töfraharpa
er ekki til nema í sárafáum hestum og alls ekki nema í hestum sem
eiga geðríki meira en almennt gerist en þá skal lukku til og þolinmæði
til að geta yfirunnið geðríkið, án þess að það sé á kostnað hinna betri
eiginleika. Það er að ganga nógu langt í að mýkja skapið en þó ekki
of langt. Ef til vill kæmi þá fram hin sanna tamning, hið raunhæfa
uppeldi. Þarna vægir hvor fyrir öðrum og þó sigrar hver fyrir sig, og
hvorn annnan, hesturinn og maðurinn.
„Þú ungi vin, með allt þitt fjör“ leitaðu, og þú munnt finna,
leit aðu ekki láns í álfum, leitaðu í sjálfum þér og leitaðu í honum.
Gullið, eða annað gulli betra er ef til vill við bæjardyrnar þínar, við