Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 94
94
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
FRÁ ÁLFTÁRTUNGU
Bærinn okkar brann
Foreldrar mínir bjuggu í Álftártungu í Álftaneshreppi, Mýrasýslu árin
1916-1948. Þau hétu Sesselja Þorvaldsdóttir og Guðmundur Árnason.
Amma mín Gróa Guðmundsdóttir, móðir pabba, dó í apríl árið 1924.
Hún bjó í Álftártungu frá aldamótum og var þá búin að missa mann sinn
nokkru fyrr. Síðan tók pabbi við búsforráðum ásamt mömmu 1916.
Amma lá sjúk allan veturinn áður en hún dó, og er mér það minnis stætt
hvað baðstofan var tóm, þegar búið var að taka allt úr rúminu henn-
ar. En eftir að hún dó, vorum við Gróa tvíburasystir mín látnar sofa í
rúm inu hennar. Þá vorum við tæpra sjö ára. Svo gleymdist sorgin eftir
ömmu við leik og fjör æskunnar, en oft sátum við Gróa við leiðið hennar
ömmu, því kirkjugarðurinn var ekki steinsnar frá bænum.
Vorið áður, 1923, fluttist móðurafi minn, Þorvaldur Sigurðsson og
seinni kona hans, Þórdís Þórðardóttir, að Álftártungu. Byggði afi minn
sér lítinn bæ við hliðina á bænum sem fyrir var. Sá bær var sennilega
byggður um 1910. Hann var fremur stór, stofa, eldhús, búr og gangur
niðri og rúmgóður kjallari undir, en svo var stór baðstofa uppi og lítið
her bergi. Afi minn þurfti ekki að hlaða nema einn vegg, þegar hann
byggði bæinn sinn, og hafði svo gafla úr timbri, pappaklædda, og hafði
skúr þak og gerði síðan innangengt til sín úr ganginum í aðalbænum.