Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 96
96
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
en Dísa og við Gróa drógum allt út í
kirkjugarð. Mamma gat líka bjargað
myndum sem voru á veggjum í
stofunni, en þá voru líka síðustu
forvöð fyrir mömmu að komast út.
Brann þarna allt innbú, þar á meðal
mikið bókasafn sem pabbi átti. Nú
dreif þarna að nágranna því eldurinn
og reykurinn sást víða að og var það
jafnsnemma að þeir komu pabbi og
afi. En það var hægt að bjarga öllu
úr bænum hans afa og Dísu, af því
að hann var fjær eldinum. Það var
rétt með naumindum að var hægt
að verja hlöðuna og fjósið, því
að hrískösturinn var í sundi milli
bæjarins og hlöðunnar. Rétt um það
leyti sem bærinn féll, kom kettlingur
út úr eldinum, sem við Gróa áttum,
hálfbrunninn. Þá var pabbi fljótur
að stytta honum kvalastundir. Þá
fyrst fórum við Gróa að gráta. Sáum
við ekkert eftir fínum dúkkum, sem
við áttum, á við litlu kisu.
En nú var heimilið illa statt. Fólk ið klæðlítið og matvæli sem geymd
voru í kjallara eyðilögð að miklu leyti, en við áttum góða nágranna þar
sem voru Þorkell bóndi Guðmundsson á Álftá og kona hans Ragnheiður
Þorsteinsdóttir og í Álftártungukoti bjuggu Sígríður systir mömmu og
fyrri maður hennar Sveinn Torfason. Ég man að þetta góða fólk gaf
mömmu eitthvað af matvælum og fleiri ná grannar hafa eflaust gert það
líka, þó ég sé búin að gleyma því.
Nú fór sláturtíð í hönd, svo við þurftum aldrei að líða neinn skort.
Og litla kirkjan varð okkar skjól. Voru búin til rúm á milli bekkjanna
í kirkjunni, og kom sér nú vel að mamma hafði haft þrek og kjark til
að bjarga sængurfatnaði. Við Gróa sváfum í altarinu og við gleymum
því aldrei á meðan við lifum. Mamma eldaði matinn í hrútakofa sem
var þar góðan spöl frá og bar allt heim í kirkju því að þar var matast.
Sóknarpresturinn sr. Einar Friðgeirsson á Borg sótti um leyfi til biskups
Tvíburasysturnar í Álftártungu, þær
Gróa og Elín Guðmunds dætur, fædd
ar1917. Myndin er tekin við vegg Álft
ár tungu kirkju. Hún varðveittist í bæna
bók í kirkjunni og bjargaðist þess vegna
frá brun anum. Ljósmyndari: Ósk ar
Guð jónsson f. 1901. Hann var í Álft
ár tungu til ársins 1922 og hefur tek ið
mynd ina fyrir þann tíma.