Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 97
97
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
að fá að búa í kirkjunni á meðan verið væri að koma upp skýli til að vera
í yfir veturinn. Stóð dálítið á því leyfi, en sr. Einar taldi sjálfsagt að við
værum þar og þess vegna var strax flutt í kirkjuna. Og aldrei hef ég getað
ímyndað mér neina vanhelgun á litlu kirkjunni, þó hún væri notuð á
þennan hátt og mér finnst þessi kirkja vera helgasti staður sem ég kem á,
en nú á að fara að leggja hana niður. En það er nú önnur saga. (Athugið
að þetta er skráð 1972).
Síðan var unnið fljótt og vel að byggja bæ sem við gætum verið í yfir
vetur inn. Þorvaldur afi var mikill vegghleðslumaður og vann hann mik-
ið að því starfi og Þorkell á Álftá, sem fyrr er nefndur. Var þetta skýli
komið upp um miðjan október. En ekki var þetta stórt hús. Var slegið
upp þremur rúmum, en rúmið afa og Dísu bjargaðist úr brunanum og
lítið barnsrúm, sem von stóð til að yrði notað síðar um veturinn. Svo
var lítið eldhús sem inngangurinn var í. Var nú flutt í þetta húsnæði
úr kirkjunni, en nú var búslóðin ekki stór, en þarna leið okkur vel um
veturinn.
En nú heldur sagan og lífið áfram. Um miðjan janúar 1925 gerði mikið
hvassviðri af landsuðri. Fuku þá fjárhúsin ofan af öllu fénu og var bæði
pabbi og féð í húsunum þegar þakið lyftist af og var rokið svo mikið að
önnur hliðin af þakinu fauk í heilu lagi 700-800 metra en hin þakhliðin
og stafninn tættust í sundur. Ekki sakaði pabba en 3 kindur meiddust
dálítið. Nú voru kindurnar húsnæðislausar eins og fólkið um haustið.
En góðir nágrannar hjálpuðu sem fyrr. Guðmundur Sigurðsson bóndi í
Háhóli og mágur hans Illugi Björnsson bóndi á Hvítsstöðum gátu tekið
féð meðan var verið að byggja ný hús. En margir komu til hjálpar við
bygginguna og man ég eftir að suma dagana voru um 10 menn. Allt
efni flutt sunnan úr Borgarnesi á bíl vestur að Álftárbrú, en síðan heim
á sleðum, sem er um þriggja km leið. Pabbi átti rauðan fola sem hann
var að byrja að temja fyrir sleða, enn var hann þá ekki til mikilla átaka
en Níels Guðnason bóndi á Valshamri, sem líka var smiður átti feiki-
lega duglegan og vanan dráttarhest, sem hét Hörður og var hann með
þann hest í flutningunum. Fjárhúsbyggingin gekk vel, það þurfti ekki
að hlaða veggi og húsin komust upp á viku, að vísu ekki stærri en yfir
120 kindur. Það fór töluverður tími í að flytja efnið svo að þetta gekk
ótrúlega fljótt og það var góður vilji í verki.