Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 98
98
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Nú líður til sunnudagsins 8. febrúar. Þá um morguninn segir mamma að
hún þurfi á ljósmóður að halda. Ljósmóðirin, sem þá var í Álftaneshreppi,
hét Herdís Finnbogadóttir frá Sauðafelli í Dölum og sat á Leirulæk, en
var þegar þetta átti sér stað, nýbúin að taka á móti barni á Langárfossi
og því stödd þar, svo það var ekki eins langt að fara fyrir pabba. Enginn
var síminn þá til að flýta fyrir né bílar. En hestar voru til. Lagði pabbi á
Rauð, sem fyrr er nefndur og söðul á gráan hest sem afi átti. Lagði síðan
af stað í blíðskaparveðri. Þegar hann kemur áleiðis niður á veg stansar
hann aðeins og sleppir taum á hestunum. Þá tekur Gráni á harðahlaup
heim og náði pabbi honum ekki fyrr en við hesthúsdyrnar. Það er
eins og Gráni hafi skynjað hvað í aðsigi var með veðrið því þetta gerði
hann aldrei fyrr eða síðar. Þetta var meira en hálftíma töf og líka álag
á hestana, því þeim veitti ekki af allri sinni orku eins og síðar reyndist.
Þegar pabbi lagði af stað í seinna skiptið var að skella á eitthvert mesta
mannskaðaveður, sem komið hefur hér á landi til þessa. Fórust margir í
því veðri á sjó og landi, m. a. tveir togarar með allri áhöfn. Þetta veður
hefur oft verið nefnt Halaveðrið.
Er nú ekki að orðlengja það, að þarna hófst sú mesta þrekraun sem
pabbi hafði komist í, en hafði hann þó veðrið í bakið að Langárfossi. Á
leiðinni suður mætti pabbi Þorkeli á Álftá sem var að koma úr Borgar-
nesi, og vissi Þorkell því um ferðir pabba og leist ekki vel á. En Þor-
kell komst heim við illan leik. Þegar pabbi kom að Langárfossi var ekki
árennilegt að leggja á móti því ofsaveðri sem var orðið, en Herdís var
mik il kjarkkona og lagði ótrauð af stað, eftir að Egill Einarsson bóndi,
hafði gefið og hlynnt að hestunum og pabbi hvílst dálitla stund. Nú var
veðrið svo að segja í fangið eða á hægri hlið.Tvisvar fauk Herdís af Grána
en pabbi gekk mest alla leiðina vegna veðurofsans. Nú smá gekk þetta
ferða lag vestur að Álftárbrú, þá lá leiðin upp Tungu sem svo er nefnd
og er mikið til eyðiflói. Treysti pabbi sér ekki til að fara þá leið í þessu
ofsa veðri og bjóst við að hægara mundi vera að fara vestur fyrir Álftá og
reyna að komast heim að bænum Álftá, en þar lá vegur heim um holt og
mela og bjóst við að ófærðin væri ekki eins mikil þar. En þegar þangað
kom fann hann alls ekki veginn heim að Álftá, hríðin og dimmviðrið
var svo mikið enda komið myrkur. Snúa þau þá við og fara suður að
Arnar stapa. Þar bjó þá Guðrún Ketilsdóttir og Sigmundur Sigurðsson
sonur hennar. Fengu pabbi og Herdís þar hina ágætustu aðhlynningu