Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 121
121
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Bókasafn félagsins var löngum eitt helsta stolt þess og félagsblaðið
Geisli var líka merkilegur þáttur í starfi þess. Mjög lengi voru bækur
sem keyptar voru til bókasafnsins látnar ganga milli bæja áður en þeim
var komið fyrir á safninu og áreiðanlega stuðlaði það að mun meiri lestri
þeirra en ella hefði verið. Heimilin greiddu afnotagjald til safnsins og
hreppurinn lagði til þess nokkurt fé, en ævinlega var líka eitthvað lagt til
þess úr félagssjóði, sama hvernig fjárhagur félagsins var. Árið 1912 var
samþykkt að hefja útgáfu á blaði á vegum félagsins og skyldi það vera
handskrifað í sérstaka bók og efni sem því bærist lesið upp á fundum. Í
fyrsta sinn var lesið úr blaðinu í ársbyrjun 1913 og allt fram yfir 1950 var
lesið mjög reglulega upp úr blaðinu á fundum félagsins, úr því varð það
strjálla, en þó gert af og til allt fram til 1980. Efni blaðsins var margþætt,
talsvert var af hugleiðingum um starfsemi félagsins og um þjóðfélags-
mál, ýmsar frásagnir, eitthvað var þar af frumortum vísum og kvæðum
og dálítið af þýddu efni. Geisli var endurvakinn 1988 og þá gefinn út
fjölritaður en útgáfan hefur verið stopul. En bæði bókasafnið og Geisli
eiga sér forsögu sem er eldri en félagið sjálft, sama má ef til vill segja
um samkomuhald og ekki síður sundkennslu og sundlaugarbyggingu.
Á Lundi var prestur árin 1885-1901 Ólafur Ólafsson. Hann stofnaði
lestrarfélag sem lognaðist út af að honum burtfluttum og bækurnar voru
seldar, en andvirði þeira var síðan lagt til bókasafns Dagrenningar. Hann
ásamt Þórði Davíðssyni á Vörðufelli gaf út blaðið Hann og Hún og er
það sagt hafa verið hið merkilegasta. Ekki hef ég séð þetta blað en um
það segir Halldóra B. Björnsson í bókinni Jörð í álögum:
„Auk venjulegra sveitarmálefna sem hafa alltaf nokkurt rúm í hverju
blaði skrifa þeir meðal annars um þessi mál: Söngkennslu, sundkennslu
og bygg ingu sundlaugar, menntun kvenna og réttindi, sveitarhátíð
viss an dag á hverju sumri, kaup á kirkjuorgeli, vatnsvirkjun og áveit ur,
myllu við Englandshver, kaupfélög og pólitík, prjónavélakaup, búfjár-
trygg ingasjóð“.
Eitthvað það merkilegasta sem þeim dettur í hug er þó að nota gas
úr hest húshaugum til ljósa og hitunar. Dagrenning ætti kannski að fara
að taka þá hugmynd upp á sína arma. Séra Ólafur gerði eitt sinn alvöru
úr því að halda sveitahátíð, það var á túninu á Gullberastöðum, en ekki
varð fram hald á því. Ljóst er að miklir hugsjónamenn og hugmyndaríkir
hafa þeir verið, sr. Ólafur og Þórður, og talsvert á undan sinni samtíð. En
ótrú lega margt hefur ungmennafélagið tekið í arf af þeirra áhugamálum.