Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 131
131
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
utan tamningarnar sem ég vann við fyrstu veturna, þá vann ég fjögur
haust í sláturhúsinu í Borgarnesi. Ég hef líka unnið við hesta ferðir,
hellaferðir, gönguferðir, sem umsjónarmaður lóðarhirðingar í Reyk-
holti, á bensínstöð, í sundlaug, sem afleysingamanneskja í fjós i, á tjald-
svæð um, á hótelum, sem matráður á leikskóla, sem skólaliði o.fl. Það
starf sem ég hef sinnt lengst er að aka skólabíl. Því starfi hef ég verið í
síðan 2009. Nú í vetur sé ég um föndur- og listahóp þar sem nem endum
Klepp járnsreykjaskóla gefst kostur á að vera í.
Ég hef alla tíð haft mjög gaman af margs konar handverki. Ég vinn
helst af fingr um fram og nota lítið málbönd og munstur. Mér finnst mest
gaman ef ég get endurunnið hluti og notað það sem ég finn úti í nátt úr-
unni t.d. trjágreinar og steina. Ég fór aftur til Svíþjóðar einn vet ur, þar
sem ég var í lýðháskóla í tréhandverksnámi. Þetta var hugsað sem mögu-
legt undirbúningsnám fyrir húsgagnasmíði. Þar voru kenndar gamlar
aðferðir við trésmíði, eldsmíði og keramíkhandverk. Ég hef svo verið
svolítið í að smíða hnífaskefti og hulstur og hef tálgað út ýmsa muni.
Áður en börnin fæddust var ég mikið að vinna úr ull, að þæfa, spinna,
prjóna og hekla en maður getur ekki verið í öllu í einu, þannig að núna
er ég aðallega að mála myndir í olíu á striga og grjót. Ég hef svolítið gert
af því að gera útilistaverk. Sem dæmi þá málaði ég borgfirskt landslag
á garð vegg hjá vinkonu minni sem flutti úr Borgarfirðinum en saknaði
umhverfisins mjög mikið. Í haust var ég fengin til að skreyta hænsnakofa
á viðeigandi hátt og bíður frágangur á því verki vorsins. Ég er að mestu
sjálf lærð í máluninni en ég hef þó farið á tvö námskeið. Einn draumur
hjá mér er að ná ekki aðeins að sinna pöntunum af málverkum, heldur
að mála eins og hugurinn leyfir og halda síðan sýningu. Ég hef líka gam-
an af ljósmyndun og hef aðeins verið að fikta mig áfram í því. Í fyrra fór
ég á tvö helgarnámskeið í þeirri grein.
Vorið 2006 keyptum við Einar Guðni Jónsson, sambýlismaður minn,
jörð ina Giljar í Hálsasveit af Jóhannesi Gestssyni og hér höfum við bú ið
síðan, með 400 kindur, um 30 hesta, 4 bordercollie hunda og fleiri
húsdýr. Við eigum börnin Ingibjörgu Emilíu, Samúel Jóhannes og Guð-
björn Róman. Þau eru fædd á árunum 2007 – 2014.
Síðustu fjögur sumur höfum við rekið litla hestaleigu, þar sem við
höf um tekið á móti ferðamönnum í stutta útreiðatúra og hefur aðsóknin
verið framar vonum, enda umhverfið með eindæmum fallegt. Ég reyni