Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 142
142
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
í þá daga og þegar árangurslausum tilraunum til lækninga lauk, var
Kristó fer orðinn snauður maður. Til að minnast Steinvarar Sigríðar
gaf hann Breiðabólstaðarkirkju vandað orgel og mælti svo fyrir að það
skyldi einungis notað til kirkjulegra athafna. Kirkjan býr enn að þessum
góða grip.
Seinni kona Kristófers var Guðríður Emilía Helgadóttir hjúkrunar-
kona frá Litla-Ósi í Miðfirði. Emilía, eins og hún var ævinlega kölluð,
lærði hjúkrun hjá Steingrími Matthíassyni lækni á Akureyri og nudd hjá
Soffíu Sigurjónsdóttur nuddlækni frá Laxamýri.
Þau Kristófer og Emilía hófu búskap á jörð sinni Litlu-Borg í Vestur-
hópi árið 1918. Þeim varð sex barna auðið. Frumburðinn, dóttur,
misstu þau unga. Upp komust Margrét Aðalheiður, síðar húsmóðir á
Kúlu dalsá, Pétur, bifvélavirki í Hvalfirði, Steinvör Sigríður Guðrún, hús-
móð ir, kennari og prestsfrú á Útskálum í Garði, Ragnhildur Jakobína,
skrif stofu maður og húsmóðir í Reykjavík og Þórður Jóhann Ólafur, úr-
smið ur í Reykjavík. Einnig ólu þau upp tvo systursyni Emilíu, Þórð og
Guð mund Guðmundssyni sem settust síðar að í Garði á Suðurnesjum
með fjöl skyldum sínum. Öll urðu þessi börn dugnaðar- og hagleiksfólk.
Á Litlu-Borg bjuggu Kristófer og
Emilía til ársins 1946. Þá brugðu
þau búi og fluttu suður að Kúlu-
dalsá við Hvalfjörð til dótt ur
sinn ar Margrétar og tengda sonar,
Þor gríms Jóns son ar. Um það
leyti hafði mæði veikin herjað á
sauð fé norðan heiða og bústofn
þeirra Kristófers og Emilíu var
orð inn harla rýr af þeim sökum.
Það var því ekki frá miklu að
hverfa efnalega séð en til finn-
inga lega hefur þessi brey ting án
efa reynt mjög á þau bæði.
Á búskaparárum sínum á
Litlu- Borg smíðaði Kristófer fín-
ustu skartgripi, steypti málma
og gerði við hluti sem biluðu.
Var því gestkvæmt á Litlu-Borg.
Guðríður Emilía Helgadóttir.