Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 146
146
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Kristófer greinir þannig frá breytingum
á högum sínum í samtali við Guð mund
Björnsson:
Árið 1946 fluttumst við að Kúludalsá í
Innri-Akraneshreppi, en Margrét dóttir
okkar var búsett þar, gift Þorgrími bónda
Jónssyni [...] Þar fengum við til umráða
rúmgott húsnæði og höfðum það gott
að öllu leyti. Gaf ég mig nú eingöngu að
silfursmíðum, en til þess hafði hugur minn
alltaf staðið að vera ekki við annað bundinn. Fullkomnaði ég verkstæði
mitt með nýjum og betri tækjum og verkfærum en fram eftir árum varð
ég mest að notast við verkfæri sem ég smíðaði sjálfur og mörg þeirra á ég
enn. Enga tölu hef ég á þeim gripum úr silfri og gulli, er ég hef smíðað
öll þessi ár, en þeir hafa borist um land allt og einnig töluvert til annarra
landa, svo sem til Norðurlanda, Þýskalands og Ameríku. Mest var það
tilheyrandi kvenbúningum, er þá tíðkuðust, skautbúningi, peysufötum
og upphlutum. Einnig kvensilfur margskonar, nisti, nælur, hálsfestar og
eyrnalokka. Nokkuð smíðaði ég af giftingarhringum og steinhringum
úr gulli, en vegna þess hve efnið var dýrt, gat ég ekki keypt það svo
nokkru næmi, því varð minna úr þeirri smíði en annars hefði orðið.
Þegar hér var komið sögu sótti Kristófer um meistararéttindi í gullsmíð-
um hjá Gullsmiðafélagi Íslands. Hann lagði fram til mats, skartgripi
sem hann hafði smíðað og það gladdi hann mjög að fá meistarabréfið,
en þá hafði hann smíðað skartgripi úr eðalmálmum í um 40 ár ásamt
margskonar öðrum smíðum.
Skautbúningur í eigu Kvenfélaganna sunnan
Skarðs heiðar. Varðveittur í Byggðasafni Akraness
og nær sveita. Kristófer smíðaði stokkabelti og
annað silfur á búninginn sem enn er notaður við
há tíð leg tækifæri.