Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 149
149
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
„Skóli reynslunnar ... það var minn skóli“ [...] „hann var mér dýr því ég
þurfti mörg ár stundum til að ná því marki, sem aðrir læra hjá góðum
kennurum á dögum eða vikum.
Fróðlegt er að heyra frá núlifandi gullsmið hvernig hann upplifði kynnin
af gull- og silfursmiðnum á Kúludalsá.
HALLDÓR KRISTINSSON GULLSMIÐUR SEGIR FRÁ
Eftirfarandi er frásögn Halldórs Kristinssonar gullsmiðs af heimsókn til
Kristófers á Kúludalsá. Halldór sem nú er 85 ára skráði frásögnina að
beiðni Magnúsar bróður míns um það leyti er sýningin „Silfur Íslands“
var opnuð.
Á tímabilinu 1950–1954 vann ég sem sveinn á verkstæði Jóns Sig-
mundssonar á Laugavegi 8. Margs er að minnast frá þeim tíma, en ég
ætla að reyna að rifja upp eitt sérstakt tilvik sem skeði þá.
Við vorum fimm gullsmiðir og nemar sem störfuðum á þessu verk-
stæði. Formaður verkstæðis var lærimeistari minn, Guðmundur Eiríks-
son. Svo bar við einn dag, að búðarstúlkan sem var yfir þeim þremur
er unnu í búðinni, kom inn á verkstæði og sagði Guðmundi að frammi
væri mað ur sem vildi fá að tala við formann verkstæðisins.
Guð mundur fer fram og innan stundar kemur hann inn og maður
með honum, sem hann kynnir fyrir okkur og segir hann vera þekktan
silfursmið utan af landi. Hann heiti Kristófer Pétursson og búi nú að
Kúlu dalsá á Hvalfjarðarströnd.
Meistari sýnir því næst verkstæðið og þeir spjalla margt. Samt minnir
mig að gesturinn væri að leita ráða, hvar hægt væri að fá „löð“, tæki
sem notað var til að skrúfa vírinn sem kallað var. Einnig ræddu þeir
um víra virkissmíði og sýndi hann okkur gripi sem hann hafði smíðað.
Kom það á óvart hvað hann hafði farið út fyrir það staðlaða form, ef
svo mætti segja, um smíði á íslenska búningnum. Þar var greinilega um
fram úr stefnu að ræða.
Er Kristófer fór sagði meistari okkur nokkur deili á honum sem smið
og gat þess að hann væri vel þekktur í faginu og talinn góður smiður,
sem komið hefði með margar nýjungar í gripum sínum og ekki nóg
með það, hann starfaði alla tíð úti á landi, samhliða búskap og smíðaði
sér oft verkfæri til eigin brúks. Hann var yfirlætislaus og prúður og kom
vel fram í alla staði, næstum feiminn. Nokkrum dögum síðar hefur
Guð mundur máls á því, hvort við værum til í að heimsækja Kristófer,
hann gæti skaffað ódýran bíl með bílstjóra. Jú, jú, flestir voru til í það
og sérstaklega Svisslendingurinn, til að skoða aðstæður og sér í lagi