Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 151
151
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörður og Kristófer voru mestu mátar.
Þegar Kristófer hætti að geta smíðað vegna sjóndepurðar, fékk Þór alla
muni úr verkstæðinu, þar með talin heimasmíðuðu verkfærin. Allt
var þetta í vörslu Þjóðminjasafnsins í um 40 ár, þar til undirbúningur
afmælissýningarinnar hófst, en þá voru munirnir úr verkstæði Kristófers
teknir fram. Í ljós kom heildstæðasta og best varðveitta safn af gripum
frá silfursmíðum fyrri tíma. Sett var upp dæmigerð aldamótasmiðja
sem sýndi m.a. heimasmíðuð verkfæri og hvernig silfur var „kveikt“
við olíulampa og uppistaðan í henni var verkstæði Kristófers.
Aldamótasmiðjan var mikilvægur hluti sýningarinnar „Silfur Íslands“
en hún stóð yfir í Þjóðminjasafninu í tvö ár.
AÐ ALAST UPP MEÐ AFA
Í huga mínum, sem þekkti afa Kristófer frá fyrstu tíð, er auðvelt að kalla
fram skýrar minningar því afi hafði stóra persónu og mikla útgeislun.
Hann var ekki mikið fyrir að hampa okkur krökkunum og kunni hvorki
við ærsl né hávaða, en ég man ekki eftir nokkru styggðaryrði frá honum
þó út af brygði. Hann hefði ekki þurft að segja margt, því þegar hann
tók til máls þá var hlustað. Einhvern tíma þegar við vorum að ærslast
spurði afi okkur að því hvort við kynnum handahlaup. Alla setti hljóða.
Þá sýndi afi, sem þá var um sjötugt, okkur listina og fór létt með.
Afi var okkur krökkunum góð fyrirmynd. Hann var prúður maður, orð-
var, vinnusamur og skipti ekki skapi. Ég get séð hann fyrir mér, sitjandi
við suðurgluggann á smíðastofunni sinni, sem hann kallaði reyndar
„verk steði“ upp á dönsku og þar var hann í ríki sínu. Gestkvæmt var hjá
afa því margir vildu skoða smíðisgripi og panta nýja. Það tíðkaðist að
bjóða gestum í kaffi, sem flestir þáðu og komu þá yfir til mömmu. Mitt
hlut verk var oft að leggja á borð – ekki í eldhúsinu heldur alltaf í stof-
unni og nota sparistellið. Þar naut ég þess að hlusta á samtöl full orðna
fólks ins um smíðar og smíðisgripi og margt fleira, því afi var sagna-
maður.
Stundum fór afi í innkaupaferðir til Reykjavíkur. Hann kannaðist við
alla gull- og silfursmiði í bænum og úrsmiðina líka. Í þessum ferðum
heim sótti hann börnin sín sem þar bjuggu og fjölskyldur þeirra. Á
ferða lögunum hafði afi alltaf með sér litla brúna handtösku sem í voru
víra virkisgripir, smíðaefni og svo það sem öll börn sóttust eftir: Síríus