Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 162
162
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Fyrsta verkið var að þurrausa bátinn, síðan var honum snúið þannig
að skutur vísaði að landi og fyrsta netið lagt niður í skutinn. Netið lagt
þannig að korkflár og steinar voru í sitt hvoru borði bátsins. Þannig var
auðvelt fyrir manninn sem var í skut að leggja út netið, meðan hinn var
undir árum og réri. Ævinlega var fyrsta netið lagt við Brautarsundsklöpp.
Að því loknu var lagt að landi og nú tekin tvö net í bátinn sem lögð voru
við Stórastein, en hann er nálægt þar sem dýpið í suðurenda vatnsins
byrjar. Síðan var net lagt þar sem Brautarsundslækurinn rennur í vatnið.
Næst voru þrjú net tekin í bátinn og haldið norður með landinu, og það
fyrsta lagt við lítið nafnlaust nes, það næsta var lagt við Rauðuskriðu,
og það síðasta við Veiðiklett, sem er ekki langt frá Leiðarskarði þar sem
Laxfossland mætir landi Hreðavatns. Landtaug var á öllum netum,
höfð í þeim tilgangi að betra væri að strekkja á netinu að lögn eða
umvitjun lokinni og ekki síst að hægt væri að draga netið á land ef það
mikinn vind gerði að ekki væri hægt að fara á vatnið á bátnum. Við þær
aðstæður voru netin fljót að fyllast af marhálmi og óhreinindum. Oft
var liðið á kvöld þegar þessu var lokið og í minningunni var oft logn
við vatnið á þessum stundum. Nokkur álftapör voru jafnan á vatninu
sem kvökuðu sinn angurværa söng, krían með sinn hvella tón flaug yfir
vatnsflötinn í leit að æti og himbriminn með sinn langdregna, hvella
hljóm, allt ómaði þetta í bland við margradda kór skógarþrastanna sem
áttu sinn bústað í skógivöxnum hlíðum umhverfis vatnið. Einnig er
minnisstætt gjálparhljóðið sem myndaðist er báturinn klauf yfirborð
vatnsins og marrið í árunum. Í baksýn Hreðavatnsfjallið og vesturhlíð
Hraunsnefsaxlar baðað í skini kvöldsólarinnar.
Að lögn netanna lokinni var ævinlega skoðað í netið sem fyrst var lagt
og fyrir kom að silung ur var í netinu. Þó netalögnin væri gerð að kvöld-
lagi var því öfugt far ið þeg ar kom að umvitjun. Ef nokkur kostur var,
þá var vitjað um snemma dags. Réði þar mestu að fá nýveiddan sil ung
til hádegismatar. Á vor veiði tímabilinu, sem venjulega stóð til loka júní-
mánaðar var uppistaða afl ans bleikja. Það sem veiddist af urriða var yfir-
leitt sett í reyk. Reyktur Hreða vatnsurriði var mesta hnossgæti sem álegg
á brauð. Aflabrögð gátu ver ið æði misjöfn en oftast voru kringum 10
fisk ar í umvitjun. Stundum fleiri, það þótti mjög góð veiði þegar talan
fór að nálgast 20. Hæsta tal an sem eg man eftir voru 39 silungar, úr
net unum eftir sólarhringinn. Svona tölur sáust einkum á flugutímanum
sem kom oftast um 10. júní en seinna ef kalt var í veðri. Þessi fluga
var með grannan en nokkuð lang an búk, dökk á lit. Ef vindur var hélt