Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 165
165
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
veiðitímabilinu lauk venjulega um miðjan september, áður en göngur
og réttir fóru í hönd. Netin tekin heim og hengd upp til vetrar geymslu.
Þá var báturinn dreginn á land og hvolft á hellulagt stæði og bund inn
niður. Varlega áætlað tel ég að netin hafi legið í um 70 daga, ár hvert í
vatninu. Sum ár eitthvað lengur en önnur skemur, þarna réði veðr átta
hvað snemma vors var lagt.
Einstaka sumur gerði mikil vatnsveður. Við þær aðstæður hækkaði
vatnsyfirborð Hreðavatns mikið og vatnsmagn Hraunár margfaldaðist
að rennsli. Þó mikið rennsli væri í Hrauná var áin nokkuð tær. Það
sama varð ekki sagt um Norðurá sem getur orðið töluvert lituð. Og við
þessar aðstæður gekk lax í Hrauná. Það hefur sennilega verið sumarið
1970 sem mikið vatnsveður gerði í lok júlímánaðar og þegar net voru
lögð um miðjan ágúst fóru að veiðast laxar. Sennilega hefur þetta verið
tveggja ára fiskur, flestir voru um 6 pund að þyngd. Allir komu í net sem
lagt var fram undan Brautarsundslæknum. Vera kann að straumurinn
frá þessum litla læk hafi dregið þessa vegviltu Norðurárlaxa að sér. Ef
ég man rétt veiddust á annan tug laxa um haustið til loka veiðitímans.
Einu sinni veiddist lax í vatninu að vorlagi. Silfurgljáandi var hann, eins
og vorlaxinn er ávallt en þessi lax var nánast ekkert nema roð og bein,
svo horaður var hann.
Á því árabili sem þessi þáttur fjallar um voru netaveiðar stundaðar
af öllum þeim aðilum sem land áttu að Hreðavatni. Þar vil eg nefna þá
Hreða vatnsbræður Þórð og Daníel Kristjánssyni. Eins og áður sagði var
land Jafna skarðs, er lá að Hreðavatni selt til Skógræktar ríkisins en ábúandi
átti veiðirétt í vatninu. Andrés Konráðsson var bóndi í Jafnaskarði árin
1953 til 1960. Í hans búskapartíð var faðir minn stundum með tvö net
fyrir Andrés, sem lögð voru fyrir landi Skógræktarinnar. Prófessor Björn
Magnús son átti sumarhús í Leiðarskarði. Björn hafði leyfi fyrir einu neti
í vatn inu. Af þessu má sjá að allmörg net voru í vatninu í einu.
Stangaveiðistaðir í Hreðavatni, fyrir landi Laxfoss voru harla fáir. Við
suður enda vatnsins, þar sem girðing Skógræktarinnar var girt í vatnið er
lítið klapparholt. Steindórsklöpp var það nefnt, kennd við Steindór Jóns-
son bróður Eyjólfs Jónssonar sem byggði húsmennskubýlið Mel, í landi
Hauga en foreldrar þeirra bjuggu á Laxfossi litlu fyrir miðja 19. öld. Um
alda mótin 1900 var Steindór í sjálfsmennsku – öðru nafni lausamaður
– í Grafarkoti í Stafholtstungum. Þeir sem voru í sjálfs mennsku voru
ekki bundnir af að vinna einum bónda eða vera á ein stöku býli en á