Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 178
178
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Þing vallafundina sem frægir urðu og skiptu miklu máli í vakningu þjóð-
ar innar. Þingmaður Borgfirðinga, séra Hannes Stephensen á Innra- og
síðar Ytra-Hólmi, gekkst hvað mest fyrir þeim í fyrstu.
Áhugi vaknaði smám saman á hvers konar framförum, meðal annars
í fram leiðslustörfum við landbúnað. Árið 1859 hófst niðursuða á laxi á
Hvít árvöllum. Árið 1876 er þess getið að Anna Melsteð fór um héraðið
með leið beiningar um meðferð mjólkur. 1867 settist Guðmundur bú-
fræð ingur Ólafsson að á Fitjum í Skorradal. Hann var um skeið þing-
maður Borgfirðinga, stundaði búfræðslu og nýsköpun. Ekki má gleyma
Erlendi Gunnarssyni á Sturlu-Reykjum meðal frumkvöðla, en hann
leiddi hveravatn til nota í íbúðarhúsi árið 1911. Og ekki má heldur
gleyma Kristleifi Þorsteinssyni fræðimanni á Stóra-Kroppi.
Í ágripi um menntastörf er líka eðlilegt að nefna rétt lauslega lestrar fé-
lög in í sveitunum, að ógleymdum öllum ungmennafélögunum snemma
á 20. öld, en þau höfðu sem kunnugt er forgöngu um alhliða þjóðlega
menn ingarsókn, félagsmál, fundi, samkomur, íþróttir, leiklistarstarfsemi
og annað slíkt.
HVANNEYRI
Árið 1889 var búnaðarskóli stofnaður að Hvanneyri og hefur æ síðan
verið eitt helsta menntasetur héraðsins og íslensks landbúnaðar og nátt-
úru vísinda. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hvanneyri síðan þá.
Skólanum var breytt nokkuð 1907 og síðan kallaður Bændaskólinn. Þar
hefur verið nautastöð lengi, bútæknideild og búvélasögusafn auk ann-
arra stofnana.
Menntasetrið á Hvanneyri hefur einnig starfað á háskólastigi allt frá
1947, en heitir Landbúnaðarháskóli Íslands frá 1999. Á Hvanneyri var
sérstakur mjólkurskóli árin 1900 til 1902 og síðan á Hvítárvöllum 1904
til 1918. Hans Grönfeldt Jeppesen veitti honum forstöðu. Hans gekkst
líka fyrir nokkrum rjómabúum. Upp úr þeim var stofnað Mjólkurfélagið
Mjöll sem varð grunnur að Mjólkursamlagi Borgfirðinga árið 1931.
Ásamt öðrum búnaðarskólum og stofnunum landbúnaðarins hefur
Hvann eyri um langt skeið verið í fylkingarbrjósti í alhliða framförum,
fræðslu og hagnýtum rannsóknum.
Við verðum að hafa í huga að fyrir einni öld merkti orðið „landbúnaður“
heilt samfélag, framleiðslu, þjóðlíf, lífsbjörg og menningu. Sveitirnar
mynd uðu sjálfstæð samfélög, alveg eins og sjávarþorpin. Það var löngu