Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 184
184
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
íslenska bókmenntafélags 1840. Þar komu borgfirskir prestar og fleiri
héraðsmenn við sögu eins og síðar verður gerð grein fyrir1.
Danska veðurstofan tók formlega við veðurathugunum í landinu 1872
og lét gera athuganir í héraðinu, en ekki var það þó mikið. Athuganir
byrj uðu hins vegar á Hvanneyri 1923 á vegum Veðurstofu Íslands og hafa
verið samfelldar á hennar vegum í héraðinu síðan2.
EGGERT OG BJARNI
Á árunum 1749 til 1751 dvaldist hér á landi danskur maður, Niels
Horre bow, og rannsakaði náttúru landsins á vegum danska vísindafélags-
ins. Sama félag gerði síðan út mikinn leiðangur Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar á árunum 1752 til 1757, þeir fóru víða um land og
skrif uðu mikla skýrslu sem við þá er kennd, Ferðabók Eggerts og Bjarna.
Í nýj ustu útgáfu hennar á íslensku3 fjalla rúmar 100 síður um Borgar-
fjörð og rannsóknir þeirra þar.
Þar segir meðal annars (s. 70):
„Hitamælingar sýna, að bæði hiti og kuldi er jafnari hér en við sjóinn á
Suðurlandi. Kaldastir eru hér vestanvindar og fylgir þeim frost og snjór
í meðallagi. Sumrin eru meðalheit. Undantekning í því efni er þó ná-
grenni þeirra fjallahlíða, sem gerðar eru af dökkum, föstum klettum.
Þar verður nærri óbærilegur hiti í sólskini og logni. Þetta reyndum við
áþreif an lega dagana 7. til 9. júlí 1754. Hitinn komst þá á þessum stöðum
upp í 103 og 104 stig á Fahrenheit4 sólarmegin. Þann 7. júlí lentum við
í svo geysi miklum hita vestan Hítarár undir Fagraskógarfjalli, að við
vor um að örmagnast.“
1 Almennt yfirlit um athuganir Bókmenntafélagsins má finna í greinargerð: Trausti
Jónsson og Hilmar Gunnþór Garðarsson (2009): Jónas Hallgrímsson og veðurathuganir á
Íslandi um og upp úr 1840, Veðurstofa Íslands, VI 2009-019. http://www.vedur.is/media/
vedurstofan/utgafa/skyrslur/2009/VI_2009_019.pdf
2 Lauslegt yfirlit um fornar athuganir með mælitækjum á Íslandi má lesa í grein: Trausti
Jónsson og Hilmar Garðarsson (2001) Early Instrumental Meteorological Observations in
Iceland. Climatic Change, 48, s.169-187. Greinin er aðgengileg á netinu.
3 Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 17521757,
4. útg. Örn og Örlygur, 1981.
4 40°C.