Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 185
185
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Hvaða „hitamælingar“ hér er verið að tala um er ekki vitað, en orðalagið
bendir til þess að verið sé að tala um eitthvað meira en fáeina aflestra
á stangli. Almennar ferðadagbækur Eggerts og Bjarna kunna að geyma
fleiri upplýsingar um veður þegar þeir voru á ferð um héraðið og
mælingar þeirra eða annarra. Hins vegar hefur nær ekkert fundist af
veðurbókum sem þeir héldu, þrátt fyrir mikla leit. En vissa er fyrir því
að þær voru til.
FERÐ JÓNS ÞORSTEINSSONAR LANDLÆKNIS Í REYKHOLTSDAL 1821
Jón Þorsteinsson5 landlæknir (1794-1855) gerði veðurathuganir í
Reykja vík og á Nesi við Seltjörn (bjó um tíma í Nesstofu) á árunum
1820 til 1854. Mælingarnar voru að undirlagi danska Vísindafélagsins
og kom ust ýmsar niðurstöður þeirra í vísindarit á sínum tíma. Jón hafði
áhuga á nátt úru Íslands og reyndi að ýta undir það að fleiri tækju að sér
at hug an ir.
Í bréfi til félagsins, sem fylgir athuganaskýrslu hans 1. mars 18346, segir
hann m.a. (í lauslegri þýðingu):
„Ef félagið hefði áhuga á athugunum frá stað lengra inni í landi gæti ég
bent á Th: Helgesen prest í Reykholti, sem er um 8 til 9 mílur7 norðar
en Reykjavík og 4 til 5 mílur frá næstu sjávarströnd, í dal nokkuð inni á
milli fjalla. Ég gæti við tækifæri aflað mér upplýsinga um hæð staðarins
yfir sjávar máli8 og sömuleiðis pólhæðina9 þar. Séra Helgesen hefur
stund að nám í Kaupmannahöfn, og hefur áhuga á eðlisfræði og þess
hátt ar, að auki veitir hans þægilega embætti honum nægilegt hagræði10,
en mæli tæki hefur hann ekki, utan ómerkilegs kvikasilfurshitamælis
sem ég hef látið hann fá.“
5 Oft ritað: Thorsteinsson.
6 Lbs. Óskráð veðurgögn, kassi I.
7 Danskar mílur, 1 míla skilgreind sem 7,5325 km (sjá t.d. Vísindavef Háskóla Íslands).
8 Kirkjugólfið í Reykholti er um 41 m yfir sjávarmáli.
9 Breiddarstig.
10 Á dönsku hljóðar setningin svo: „Denne Pastor Helgesen har studeret i Kjöbenhavn, og
interesserer sig for Physik og deslige, hvortil hans magelige Embede giver ham tilstrækkelig
Otium.“ Allt í rólegheitum í Reykholti.