Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 187
187
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
holtsdal því árið 1821 átti hann þar leið um, leit á hveri, mældi í þeim
hita og sendi Vísindafélaginu stuttorða skýrslu á dönsku sem hér birtist
í lauslegri þýðingu, orðalagi er lítillega hnikað til nútímahorfs14:
Frásögn af hita hvera
Þann 19. júní 1821 heimsótti ég Reyholtsdal, hann er í Borgarfjarðasýslu
í Suðuramtinu. Þar bjó hinn frægi Snorri Sturluson. Í dal þessum er
urmull hvera og mældi ég hita fjögurra þeirra stærstu með hitamæli og
var hann við 80 stiga suðumark Réaumurmælis15 í upptökum þeirra
allra.
Hitinn í þessum fjórum er:
1. Tunguhver16, sá stærsti þeirra, kastar vatni í ýmsar áttir með miklum
þyt og skruðningum. Ég gat aðeins nálgast hann úr þeirri átt sem
vindurinn blés og lyktar hann eins og brennisteinn eins og hinir
[hverirnir].
2. Kleppjárnsreykjahver, þar í nágrenninu, er miklu minni í upptökum
sínum, en sýður líka, 80 stig.
3. Reykjahver17, sömuleiðis lítill, en hefur sama hita. Rétt hjá honum
hef ur verið byggt lítið hús, sem bóndinn á staðnum notar til að þurrka
klæði í, en gæti, eftir minni meiningu, mjög vel notast til þurrbaða í
læknis fræðilegum tilgangi18. – Fyrirkomulagið er þetta: Gólfið er lagt
með flöt um steinum, undir þeim er mikill hiti í jörð, þannig að sé einn
steinn inn fjarlægður rýkur brennisteinslegur reykur upp úr gólfinu. –
Sé gluggum kofans lokað, stígur hitinn ótrúlega. Ég gerði litla tilraun
með því að loka honum í eina klukkustund og hengdi hitamæli þar
14 Lbs. Óskráð veðurgögn, kassi I.
15 Á þessum tíma var Réaumurkvarðinn sá algengasti í Evrópu, suðumark hans er við 80
stig, en frostmark við 0 eins og á selsíusmælum. Hvert R-stig jafngildir 1,25°C.
16 Deildartunguhver.
17 Sturlureykjahver.
18 Kristleifur Þorsteinsson segir m.a. frá „baðhúsi“ þessu: „Var á því nokkur átrúnaður; sem
eins konar heilsuhæli í smáum stíl. Skottulæknar réðu gigtveikum mönnum til að liggja um
tíma í því sér til heilsubótar. Þetta er án efa fyrsta hús, sem byggt hefur verið hér í Borgarfirði
með það fyrir augum að færa sér í nyt hverahita til heilsubótar. Lágu þar oft gigtveikir menn,
og fengu sumir þeirra góðan bata.“ [Úr Byggðum Borgarfjarðar, II.bindi s. 207-208.]. Af
frásögn Jóns Þorsteinssonar mætti halda að hann hafi verið fyrstur til að benda á möguleg
heilsunot hússins – nefnir það aðeins sem þurrkhús. Jón telst varla til „skottulækna“ í
nútíðarmerkingu orðsins.