Borgfirðingabók - 01.12.2016, Qupperneq 188
188
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
inn og steig hann þá úr19 14 í 33 °R og bóndinn fullyrti við mig að
hann gæti stigið enn meira væri lokað lengur. Ég hef mælt með þessari
baðstofu20 við íbúa í nágrenninu, við vissum húðblettum, þó þannig
að þeir ættu að hafa trekkgat stöðugt opið til að sleppa við hættu af
kæfandi lofti og andnauð, þar sem kofinn er lítill og innilokað loftið
yrði fljótt súrefnissnautt.
4. Vellines-hver21 sem er án efa, hvað fegurð snertir, næstur á eftir Geysi,
þrátt fyrir að vera, að stærð, varla hundraðasti hluti hans. Hann er
staðsettur þannig: Eftir dalnum rennur allmikil á. Mitt í henni er allstór
klöpp og eru upptök meginuppsprettunnar í henni. Bunan nær aðeins
um 4 fet í loft upp og þvermál hennar er ekki meira en 1 fet. Í logni
stendur hún lóðrétt í loft upp án þess að beygja til hliðanna. Með því að
láta blýlóð renna niður í klappargatið komst ég að því að í þá átt, niður
á við, var holan aðeins 5 álna22 djúp, vafalaust hefur þar verið beygja
sem olli því að blýið sökk ekki neðar. Þar í kring eru tvær aðrar minni
uppsprettur á sömu klöpp, allar voru þær alveg 80°R heitar.
Eftir að hafa mælt hitann í þessum fjórum hverum ætlaði ég að rann-
saka fleiri, en það óhapp varð að hitamælirinn brotnaði. Ég hafði pakk-
að honum inn í bómull og lagt hann í sérgerðan kassa fram að næstu
mælingu. En við næsta hver reyndist hann vera brotinn. Hvort um er
að kenna of hraðri kælingu eftir að ég hafði haldið honum niðri í Velli-
neshver veit ég ekki algjörlega. Þegar ég kom aftur23 var Raben greifi á
19 17,5°C í 41,3°C.
20 danska: Badeanstalt.
21 Nú er hverinn í daglegu tali nefndur Vellir og er það líkega upphaflegt heiti hans og nesið
hafi verið við hann kennt. Kannske hefur mönnum fundist meira í munni eða skýrari
staðsetning hversins í frásögnum að kalla hann Vellineshver. Kristleifur Þorsteinsson
notar það nafn í Héraðssögu Borgarfjarðar [II s. 45] og segir meðal annars í lýsingu á
hvernum: „Árið 1896, eftir jarðskjálftana miklu, tók hann upp þá nýlundu að gjósa
reglubundnum gosum. Þóttu þau merkileg náttúrufyrirbrigði og var hvernum meiri
gaumur gefinn en áður. Séra Guðmundur Helgason í Reykholti mældi hæð gosanna, sem
voru nokkuð mismunandi að styrkleika. Hæstu gosin voru 48 fet.“ Þessi náttúra hversins
dvínaði og þó reynt hafi verið að vekja hann upp með sápu hefur gosnáttúra hans ekki
aukist. Á síðustu öld tóku einhverjir upp á því að nefna hverinn „Árhver“ og komst það
nafn á kort og er víða í uppflettiritum og á netinu.
22 Líklega um 3 metrar, dönsk alin er skilgreind sem 62,77 cm. Þó Jón hafi örugglega
miðað við þessa alinlengd mega þeir sem rekast á eininguna á fornum bókum hafa í huga
að nokkru skeikar á lengdinni í tímans rás og frá stað til staðar, sjá: Gísli Gestsson (1968),
Álnir og kvarðar, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 65, s. 45-78 (timarit.is).
23 Til Reykjavíkur.