Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 192
192
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
hans, því hann var ókvæntur, en frændum hans og vinum, og þeim er
gjörla þekktu hann, er í honum mikil eptirsjá, og mun hann leingi verða
þeim harmdauði.“
VEÐURHANDRIT HALLDÓRS
Veðurhandrit Halldórs er nú varðveitt á Landsbókasafni36. Með því fylg-
ir miði sem á stendur (í lauslegri þýðingu):
„Halldór Einarsen á Akranesi 2½ mílur norðan við Reykjavík athugaði
í algjörum skugga, fyrir hádegi um það bil kl. 9 til 10 og síðdegis frá kl.
3 og 6, í dálka ritað hæst og lægst á þessum tímapunktum“37.
Aðeins einn dag vantar í handritið á tímabilinu, 9. janúar 1836. Veður-
athuganir Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík eru þær einu sem vitað er um
á landinu á sama tíma. Sjálfsagt var að athuga hver hiti var í Reykjavík
þennan dag, en hið furðulega kemur þá í ljós. Athugun dagsins vantar
einnig hjá Jóni. Við nákvæman samanburð athugana Halldórs og Jóns
frá degi til dags afhjúpast að þeim ber „einum of oft“ nákvæmlega saman.
Vitað er að Jón gat langoftast fengið einhvern til að lesa af mælum fyrir
sig ætti hann erindi af bæ. Sennilega hefur Halldór ekki átt hægt með
það og hefur líklega fyllt í eyður áður en hann lét handritið frá sér í
Kaupmannahöfn, með því að nota mælingar Jóns. Þetta er þó ágiskun.
En mælingar Halldórs styrkja mjög trúverðugleika mælinganna í Reykja-
vík. Mæliröðunum ber vel saman hvað mánaðarmeðalhita varðar og yfir
stöðv arnar ganga sömu kuldaköst og hlákur að vetrum.
Mesta frost sem Halldór mældi var -16°R38, 11. mars 1836. Á sama
tímabili mældist mest frost í Reykjavík þann sama dag, -18,8°C. Hæsti
hiti sem Halldór mældi var +18°R39, þ. 30. júní 1836. Jón mældi líka
22,5°C sama dag, jafnhlýtt var í Reykjavík 2. júlí 1836, en þá skráði
36 Óskráð veðurgögn, kassi II.
37 Haldor Einarsen paa Akranes 2 1/2 Mil norden for Reykjevig observeret i en fuldkommen
Skygge, om Formiddagen omtrent kl. 9 til 10 og om Eftermiddagen fra kl. 3 og 6 og i Rubrikk
en noteret hoiest og lavest i disse to Tidspunkter.
38 20,0 °C.
39 22,5 °C.