Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 197
197
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
bergi í Svínadal, einkum var það í verkahring Guðna að annast um
fjár hirðingu á Geitabergi. Bjarni bóndi var fjárræktarmaður í meira lagi,
mið að við það sem þá þekktist, m.a. hafði hann er hér var komið sögu,
út rýmt með öllu mislitu fé úr hjörð sinni, og þótti nokkuð sérstakt. Nú
skeð ur það samt vor eitt að á Geitabergi fæðist eitt lamb mislitt, svört
gimb ur.
Bjarni bóndi þótti hafa sérstakt lag á vali lífgimbra á haustin, til dæm-
is var til þess tekið um umrædd ár, þegar bráðapestin felldi haust hvert
drjúg an hluta af yngra fé, hvað þá líflömbin, var það viðburður ef fé
drapst úr pestinni á Geitabergi.
Haust það þegar svarta gimbrin var í hjörðinni var hún með fyrstu
kind um sem Bjarni lét draga úr til slátrunar. Ekki líkaði Guðna fjármanni
það og lagði hart að húsbónda sínum að setja þá svörtu á vetur. Fór svo
fyrir atbeina Guðna að Bjarni lét tilleiðast að setja lambið á, en sagði
sem svo að ekki yrði lamb þetta langlíft.
Það var svo allnokkrum dögum síðar um haustið, er Guðni var að
líta eftir fénu í úthaga á Geitabergi að hann gengur fram á þá svörtu,
ný dauða úr pest. Var það eina kindin sem það haust varð pestinni að
bráð á Geita bergi.
AUKALEIT Í AKRAFJALLI
Haustið 1950 fór fram niðurskurður á öllu sauðfé í suðurhluta Borgar-
fjarðar að varnargirðingu úr Hvalfjarðarbotni. Var þetta gert vegna
mæði veikinnar sem um árabil hafði kurlað niður fjárstofn bænda. Fjár-
laust skyldi vera í eitt ár og því sérstök áhersla lögð á að vel væri smalað.
Var Akrafjallið því þríleitað þetta haust í stað hinna hefðbundnu tveggja
leita.
Það var mál allra sem að komu að aldrei hefði styggð kinda verið því-
lík sem þetta haust. Var engu líkara en að féð vissi hvað til stóð, en það
er önnur saga. Fljótlega um haustið fóru að berast út sögur þess efnis að
enn væri eitthvað af fé eftir í fjallinu, þótt ekki yrði vart við það í hlíð um
þess. Mun þetta m.a. hafa orðið til þess að hreppsnefnd Innri- Akranes-
hrepps hét sérstökum fundarlaunum, mig minnir 50 krónum á hverja
kind sem næðist. Þá voru 50 krónur alls ekki svo lítil upphæð.
Þetta haust, 1950 var ég heima á Innra-Hólmi. Barst þetta með
hugsanlegar eftirlegukindur eitthvað í tal við nágrannann, Braga bónda
Geirdal á Kirkjubóli. Er ekki að orðlengja það að við Bragi ákváðum