Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 210
210
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Líklegast er talið að þetta sé undirstaða undir hús, einhvers konar kjallari,
og að meginbyggingin sé horfin vegna seinni umsvifa á staðnum. Mætti
hugsa sér að sú bygging hafi verið úr timbri eins og tíðkaðist í Noregi t.d.
á 13. öld, þó að þess hafi reyndar ekki séð nein merki við rannsóknina.
Einungis er unnt að tímasetja þetta hús með nokkurri nákvæmni af
afstöðu þess til annarra minja en miðað við hana gæti það vel verið frá
13. eða 14. öld.8
Fjórar holur eftir grannar stoðir fundust innan veggjaleifa M10, en í
eða við það hús endar forskáli frá laugu með bröttum snúnum tröpp-
um. Vegna tengslanna við jarðgöngin eru miklar líkur til að þar hafi á
yngra byggingaskeiði verið gerður búningsklefi en stoðaholurnar í gólf-
inu virðast ekki vera eftir burðarstoðir þaks en sýnast vel geta verið eftir
hornstoðir á þiljum.9 Úr honum virðist hafa verið innangengt í kjall-
arann, þar áfram og út um dyr á suðausturhorni. Einnig virðist að með
ein hverjum hætti hafi verið innangengt í flest hin húsin á bæjar hólnum
eftir því sem sagt er í Sturlungu um innri tengsl húsanna.
Í Sturlungu er getið um kjallara, skála og eldahús í Reykholti sem virðast
vera byggð úr torfi og grjóti en loft, stofa, litla stofa og skemma sýnast
eftir umfjöllun bera með sér að hafa verið timburhús, sum nokkuð
örugglega bjálkahús. Litlu húsin virðast hafa verið minnst fjögur en þau
eru í fleirtölu talin vera bæði við skemmu og stofu og vegna nafnsins
benda líkur til að þau hafi verið fremur lítil. Það er þó afstæð viðmiðun
en vegna beinna tengsla við timburhúsin eru meiri líkur en minni á að
þau hafi einnig verið úr timbri. Þau gætu meðal annars hafa verið notuð
sem svefnhús til afnota fyrir gestkomandi höfðingja.
Í Sturlungu sýnist koma fram á óbeinan hátt að öll þessi hús, að
undanskildu eldahúsi, séu sambyggð og innangengt milli þeirra. Í þau
virðist einnig hafa verið innangengt úr forskála frá laugu, búningsklefa,
kjallara og lofti. Eftir frásögnum má helst ætla að innri tengingar þessara
húsa hafi verið mun rýmri en venjuleg göng og hægt er að hugsa sér að
einhver þeirra hafi staðið í hvirfingu út frá fremur rúmri tengibyggingu
en flest virðast einnig hafa haft dyr út. Fram kemur að öll þessi hús báru
samheitið húsin.10
8 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2000, bls. 7-9, 2001, bls. 7, sbr. 2012, bls. 95.
9 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2000, bls. 9, 13-14.
10 Sturlunga 1988, bls. 263, 349, 374, 380-381, 439, 678, 680. Håkon Christie 1974, bls.
70-72.