Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 211
211
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Svo er að sjá að sumir höfðingjar Sturlungaaldar hafi farið að gera varn-
ar virki um híbýli sín skömmu fyrir eða um aldamótin 1200 og fram
kemur í Sturlungu að Snorri Sturluson lét gera „öruggt“ virki í Reyk-
holti. Nú munu einu sýnilegu leifar þess virkis vera stuttur hluti af
undir stöðum ytri brúnar austurveggjarins (15. mynd og 3. mynd, merkt
a). Af frásögnum í Sturlungu má sjá að á norðurhliðinni sem sneri að
kirkju voru dyr og aðrar á suðurhlið. Komast mátti einnig inn í virkið
um for skála frá laugu og þá sennilega um eða við ætlaðan búningsklefa
og þar inn í húsin.
Eftir frásögnum er að sjá að efnismikill og hár hluti virkisins, varð-
turn inn, hafi verið á brekkubrúninni ofan laugarinnar. Aðaluppganga á
virk ið innan veggja virðist einnig hafa verið á þeim slóðum og þá líklega
með nokkru aukarými fyrir mannsöfnuð þar uppi á virkisveggnum.11
Þessi varðturn mun hafa verið eini hluti virkisins sem enn stóð uppi lítið
rask aður þegar Ebenezer Henderson tjaldaði uppi á honum árið 1815:
...þegar farangur minn kom, ljet jeg tjalda uppi á virkinu. Er það kringl-
óttur hóll og ber mest á honum af víggirðingum ... Snorri ... ljet hlaða
traust an virkisgarð um bæinn, til varnar ... Enn má sjá rústir virkis garðs-
ins, en hvergi ber mikið á honum nema á þessum stað, virðist sem hjer
hafi varðturninn verið, en jarðgöng lágu niður í Snorralaug.
Af þessari frásögn má skilja að þá hefði getað sést eitthvað í jarðgöngin,
forskálann frá laugu. Þessar leifar varðturnsins munu sjást að hluta
ofan setlaugarinnar á mynd sem Collingwood teiknaði árið 1897 af
mannvirkjum á bæjarhólnum séðum í vesturátt frá Skriflu, en hún er
sýnd í A Pilgrimage to the Sagasteads of Iceland, útgefinni árið 1899. Svo
er að sjá að turninn sé um það bil með sama umfang og hæð og hús sem
virðist standa við hliðina. Þessar síðustu þá sjáanlegu leifar varðturns
virkisgarðsins sjást einnig að hluta á mynd sem W. W. Howell tók árið
1898 í austurátt með setlaugina í forgrunni og þær eru að sjá óbreyttar
á rissi frá sama sjónarhorni sem Johannes Larsen gerði árið 1927. 12
Kollur varðturnsins er þar sýndur þúfulaga en finna má á því sennilega
skýringu. Telja má víst að hlaðin hafi verið eins konar brjóstvörn bæði á
ytri brúnum virkisveggja og varðturns sem af eðlilegum ástæðum lætur
fyrr undan hrörnun og veðrun en þykkari veggir. Þar sem varðturninn,
11 Sturlunga 1988, bls. 374, 442, Ebenezer Henderson 1957, bls. 320-321.
12 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2012, bls. 140-147, myndir 55-59.