Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 219
219
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
GÓLF HELLUHÚSSINS
1.5.1. Engin leið er nú að vita um ætlaðan endanlegan frágang á gólfi
helluhússins. Aðeins er hægt að geta sér til um það eftir líkum og með
samanburði við gólf í íveruhúsum þess tíma. Sennilegt er að átt hafi að
þekja yfir gólfhellurnar í helluhúsinu með torfi en ekki er hægt að sjá
að önnur betri efni hafi verið tiltæk eða til þess ætluð. Lagafjölda þess,
þykkt jarðvegs yfir hitakerfinu, mátti ,finna út‘ eftir reynslu sem fengist
þegar gufan væri komin á kerfið. Ef gufan hefði ekki náð að dreifast um
allt gólfið hefði verið tiltölulega auðvelt að ,sjá út‘ og ,útbúa‘ heppilegar
leiðir fyrir hana með því að fylla með leir á milli steina eftir ákveðnu
ferli. Þannig mátti gera rásir sem hefðu virkað líkt og slaufulagnir í
gólfum, geislahitun, nú á dögum. Þá hefði einnig verið nauðsynlegt að
gufan kæmist ekki undir gólfhellurnar og truflaði þannig hitakerfið. Því
má sjá góða ástæðu til að hellurnar væru lagðar í gráan malarkenndan
og blautan leir.24 Telja má að unnt hefði verið að þétta með leir á milli
torflaga yfir gólfhellunum og koma þannig í veg fyrir óæskilegt raka-
streymi en þá hefði verið unnt að gera endingargott gólf úr timbri þar
yfir. Með tilliti til þess og sérstakra heppilegra eiginleika gulbrúna leirs-
ins úr Mógili, sbr. 1.22.4.-8. Má einnig ætla að hægt hefði verið að nota
dá lít ið af honum sem efsta lag á gólfi en algengt var að ganga á jarðvegi
inn an dyra en þá varð með tíð og tíma til þétt gólfskán.
1.5.2. Engin mannvistarlög eða ummerki um aðra notkun munu hafa
fundist á ófullgerðu gólfi helluhússins. Því er svo að sjá að byggingarstig
þess hafi, í tíma, fallið nær samfellt að byggingarstigi M12 sem mun
hafa verið reist á miðhluta þess og er því yngra byggingarstig. Steinar
úr báð um endum helluhússins virðast hafa verið notaðir í M12, en
tilurð, til vera, stöplar, torf á gólfi og fyllingarlag þess sérkennilega húss
torvelduðu skiln ing á hitunarkerfinu í helluhúsinu, sbr.1.2.1.-2.
ÞAK HELLUHÚSSINS
1.6.1. Ekki er hægt að sjá hvernig átt hefði að halda uppi þaki helluhússins
og ekki er getið um að stoðasteinar hafi fundist. Því er sennilegt að
nota hafi átt ásaþak en vandaður sökkull á miðju gólfi hefði veitt ýmsa
möguleika til að gera þar sæti fyrir stoðir undir enda ása en hinir endar
24 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2001, bls. 14, 2002, bls. 7-8, sbr. 2012, bls. 77.