Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 220
220
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
þeirra hefðu þá hvílt á gaflveggjunum. Stoðir á gólfi hefðu verið í hættu
vegna raka frá gufunni sem virðist hafa átt að leiða um holrýmin á milli
steinanna í gólfinu. Lagnir fyrir gufu munu hafa verið óþekktar, þurft
hefði að athuga hvaða aðferð til flutnings hennar hentaði.
HÓLSLÖGN OG LEIÐSLUSTEINN
1.7.1. Við byggingaframkvæmdir árið 1929 fannst þarna á bæjarhólnum
gömul hlaðin lögn í jörðu, hér nefnd hólslögn. Matthías Þórðarson segir
frá þessum fundi í grein í Morgunblaðinu 20. júlí 1947 og er hún endur-
birt með tilvitnunum í grein Þorkels Grímssonar Gert við Snorralaug og
hún síðan endurbirt hér nokkuð stytt:
Við jarðrask nokkurt í Reykholti sumarið 1929 fanst önnur grjótrenna
... með hverahrúðurssteinum yfir, voru þeir íhvolfir að neðan. „tel
jeg vafalaust, að hafi verið gufuleiðsla frá Skriflu til bæjar,“ skrifaði
sjera Einar Pálsson, um leið og hann sendi einn af steinunum til
Þjóðminjasafnsins. ... Enn fremur skrifaði hann: „Rennan kom fram
rjett við norðvesturhorn hlöðunnar, sem bygð var hjer í sumar, og stefn-
ir skáhallt við hlöðuna, til suðvesturs og norðausturs, en hlaðan snýr í
aus tur og vestur. Tel ég líklegt, að eystri endi rennunnar beygi bráð um
við í áttina að Skriflu. Hina leiðina kannaði jeg með stöng nál. 2 m,
held ur rennan þar beinni stefnu, en er mjög fylt með hveraleðju.“ Ekk-
ert var kunnugt áður um þessa rennu eða leiðslu, og er sennilegt, að hún
sje forn. Í safnaskrá Þjóðminjasafnsins stendur eftirfarandi um stein
þenn an, Þjms. 10584: „Leiðslusteinn, eins konar, hluti af rennu eða
pípu, sem hveragufa eða -hiti hefur verið leidd eptir inn í baðklefa eða
stofu í Reykholti. Fannst þar steinn þessi, sem er úr hverahrúðri, ásamt
fleiri slík um steinum, er þar var verið að grafa fyrir húsi. Er steinn inn
ílang ur og óreglulega lagaður, um 44 cm að l. og 26-33 að br. og um
20 að þykkt, og höggvin eptir honum, annars vegar, ca. 15 cm breið
skora, svo sem helmingur væri af sívalri pípu, dýptin um 7,5. Eru sýni-
leg mann averk á henni“...25
Höfundi hefur aðeins einu sinni gefist færi á að sjá þennan einstaka stein
og þá í skamma stund og ná af honum mynd.
1.7.2. Við framkvæmdir í Reykholti á árunum 1929-30 unnu menn úr
héraðinu. Meðal þeirra var Guðbrandur Þórmundsson frá Bæ (f. 1907)
25 Þorkell Grímsson 1960, bls. 39-40.