Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 225
225
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
...og 0,2-0,5 m djúpur.“33 Hér hefur verið unnið í fremur léttum og
þurrum jarðvegi þannig að aðeins hefur verið grafin grunn rás og lögnin
því orðið rétt í yfirborðinu. Í botn og hliðar rennunnar var lagt gulleitt
leirlag, sbr. 1.22.4.-6. en í það var raðað allavega löguðu skarphyrndu
grjóti og fyllt vel á milli með samskonar leir og yfir henni voru víðast
hellur, sbr. 1.22.1. Þannig myndaðist U-laga renna en ekki er sagt frá
eða hægt að sjá að með neinum hætti hafi verið þétt að yfirborði hennar
með leir eða öðru sambærilegu efni. Um þetta er sagt í skýrslum: „Þétt
var að stokknum með leir ...til hliðanna og torf ...fannst ofan á honum
á kafla“.34 Lbr. höf.
1.9.2. Torfið lítur út fyrir að hafa verið lengja af sérsniðnu reiðingstorfi
sem yfirleitt er um 5 cm að þykkt. Á mynd er að sjá að það hafi verið
mikil rótaflækja með lítilli sem engri mold en þannig er gott reiðingstorf
sem mun geta enst sem slíkt í áratugi og jafnvel aldir eftir gæðum,
notkun og meðferð, sbr. 1.22.8.
Við nána athugun á 11. mynd má sjá að þetta vel tilsniðna torf var
því sem næst jafnbreitt helluröðinni sem lögð var yfir stokkinn. Beggja
vegna hennar er dálítið rými út að skurðveggjunum og ef fyllt hefði verið
með leir í þau bil og einnig yfir torfið væri þar með komin fullkomin
þétting á hólslögninni. Góð og rökrétt aðferð var að setja torfið þarna til
að varna því að þéttingarleir bærist niður á milli steina af völdum vatns
og umferðar.
Ef lögnin hefði verið þéttuð með leir yfir torfið hefði þurft að moka
moldarjarðvegi yfir leirinn og leggja síðan þökur þar yfir til hlífðar við
traðki. Sú aðferð sést ekki í tilraunalögninni enda er þar allt önnur
jarðvegsgerð.35 Það hefði getað orðið svipuð aðferð og oft hefur verið
notuð við lagnir fyrir heitt vatn utanhúss en hún var notuð á aðveituæð
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar á síðari hluta tuttugustu aldar. (16.
mynd).
Hólslögnin mun hafa verið að húsabaki utan almennra gönguleiða
og álag á torfrenninginn því tiltölulega lítið (12. mynd). Miðað við að-
stæður og sjáanleg ummerki á honum má því telja að gengið hafi verið
33 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 14, sbr. 2012, bls. 79.
34 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 15, sbr. 2012, bls. 80, mynd 30, 31.
35 Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson 1987, bls. 112-113.