Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 230
230
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
1.13.2. Þegar iðnaðarmenn og arkitektar frá suður- og vesturhluta
Evrópu komu til aðstoðar við uppbyggingu Pétursborgar í Rússlandi,
líklega á átjándu öld, virðast þeir þar hafa leitt reyk frá eldi til upphitunar
í gegnum mjög belgvíðar eftirlíkingar ofna en það athugaði höfundur
lítillega þegar hann var á ferð þar í borg árið 2006. Svo er að sjá að það
afbrigði hafi verið líkara hypocaust þar sem reykurinn virðist hafa hitað
þessar eftirlíkingar í stað gólfa og síðan verið leiddur út um reykháf.
Við rannsóknir í Skálholti á Íslandi árið 2002 fannst renna úr grjóti í
gólfi skólastofu frá átjándu öld og er helst talið að heitt loft frá járnofni
hafi verið leitt eftir henni til upphitunar þar. Það gæti hafa verið sérstakt
afbrigði af hypocaust.45
AFBRIGÐIÐ Í ÞRÁNDHEIMI
1.14.1. Í Niðarósi í Noregi var reist stafkirkja um árið 1030 en bygging
stein kirkju hófst um fjörutíu árum síðar og var lokið um aldamótin
1300. Hún varð fljótlega víðfræg og þangað kom fjöldi pílagríma. Sagt
er að eftir að Eystein Erlendsson, biskup þar, hafði dvalið í út legð í Eng-
landi um árabil hafi hann komið þaðan með arkitekta og stein höggv ara
með sér árið 1183. Aðrir arkitektar, meistarar og steinsmiðir þess ara
bygg inga í Niðarósi hafa því að líkindum einnig komið þaðan. Í sínum
heima högum munu þessir fagmenn vafalítið hafa unnið að sam bæri-
leg um byggingum fyrir efnaða aðila og þekkt og sett upp hypocaust á
þeirra vegum.
1.14.2. Sigurd Eindridason, erkibiskup, var með búsetu í Niðarósi árin
1231-52. Á starfstíma sínum er að sjá að hann hafa látið steinsmiði
kirkj unnar byggja kyndiklefa við bústað sinn fyrir afbrigði hypocaust,
það eina sem fundist hefur í Noregi. Reykurinn frá eldstæðinu virðist
hafa verið leiddur í hlöðnum steinstokk, sambærilegum að gerð og sjá
má í Reykholti í hleðslusniði tilraunalagnarinnar og um 1,7 m löngum
hluta hóls lagnarinnar, veggjarlögninni.46 Snorri Sturluson mun hafa
dval ið þarna í Þrándheimi í síðari utanför sinni einmitt á þessum tíma,
á árun um 1237-39. Hann mun þá eins og í fyrri utanförinni hafa dval ið
þar að mestu hjá Skúla jarli (hertoga) sem á þessum árum deildi konung-
45 Gavin Lucas 2002, bls. 15.
46 Kulturhistorisk lexikon for nordisk middelalder XX (1976). Ivar Anderson, Joh. Hertz,
Dorothea Fischer og C. J. Gardberg 1976, bls. 324-332, sbr. Guðrún Sveinbjarnardóttir
2012, bls. 93, kildenett.no/artikler/2008/1216028547.25