Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 236
236
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Af þessari frásögn má sjá að Símon knútur er fyrirliði þessa sérstaka
af tökuhóps og Þorsteinn Guðinason sér sig knúinn til að ljúka verkinu
með Árna, snarlega, hefur án vafa vitað vilja og ráð Gissurar, sbr. 1.20.1.
Meiri flýtir var við aftöku Snorra Sturlusonar en algengt var en yfirleitt
var mönnum leyft að ná prestsfundi og síðan leiddir út og höggnir. Af
frá sögnum er helst að skilja að talið hafi verið að hér hafi ekki verið
drengi lega unnið á öldruðum höfðingja sem virðist hafa verið allvel lát-
inn af alþýðu manna.
1.18.2. Í Sturlungu segir: „var það ráð gert að Klængur skyldi bú eiga í
Reykjaholti. ...og skipaði menn fyrir bú“... Án vafa hafa menn þá mátt
búast við hefnd Órækju Snorrasonar, þótt síðar yrði. Hólslögnin þverar
virkisvegginn en þar hefur því þurft að rjúfa í hann skarð á um 2-3 m
löngum kafla, sbr. 3. mynd merkt a og 13. mynd.55
Eitt af fyrstu verkum Klængs hlýtur að hafa verið að láta hlaða upp í
þetta skarð. Þá virðist ófullgerð hólslögnin hafa verið rofin til að koma
stórgrýtinu fyrir á tryggilegan hátt á sínum fyrri stað. Greinilega má
sjá að það grjót er mun innar í hleðslulínunni56 og að ekki hefur verið
nostrað jafn mikið við hleðsluna og á upphaflega veggnum sem mun
hafa verið hlaðinn undir verkstjórn Snorra Sturlusonar.57
HEFND ÓRÆKJU SNORRASONAR
1.19.1. Um þrem mánuðum eftir mótstöðulausa og auðvelda árás Giss-
urar Þorvaldssonar á Reykholt og aftöku Snorra Sturlusonar er í Sturl-
ungu nákvæmlega lýst aðdraganda og árás Órækju Snorrasonar, einnig á
Reyk holt, til að hefna föður síns. Síðan er sagt: „Þá var virki öruggt um
bæ inn í Reykjaholti er Snorri lét gera.“58 Lbr. höf.
Á óbeinan hátt er þarna sagt að á sambærilegum fyrri tíma hafi virkið
ekki verið öruggt.
1.19.2. Svo sem vikið hefur verið að framar er að sjá að margir hafi farið
að gera virki um hús sín snemma á þrettándu öldinni og sumir jafnvel
55 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 18, 48-50, sbr. 2012, bls. 83-84.
56 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 18, sbr. 2012, bls. 75-77, mynd 25.
57 Sturlunga 1988, bls. 441.
58 Sturlunga 1988, bls. 441.