Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 240
240
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
sýnast að mestu óraskaðar eins og þær munu þá hafa litið út, rétt eins
og menn hefðu gengið frá þeim að kvöldi dags. Tvær aðgerðir virðast
útilokandi. Önnur var rof hólslagnarinnar vegna hleðslu upp í skarðið
sem gert hafði verið í virkisvegginn, hin var að hverfa frá vandaðri röðun
og hleðslu grjóts í ætluðu sökkulholunni og fylla hana í þess stað með
rusli.
Miðað við vandaðan frágang hólslagnarinnar í jörðu og ríflega notkun
þar á leir er eðlilegt að álíta að frágangur á yfirborði hennar hafi átt að
verða samsvarandi. Ekki er að sjá að meira hafi þarna verið að gert en að
raða hellum yfir meiri hluta rennunnar og einni lengju af torfi án allrar
þéttingar á yfirborði hennar með leir eða öðru sambærilegu efni eins og
gert hafði verið á tilraunalögninni.63 (9., 10. og 11. mynd). Þéttingu
og öðrum frágangi á yfirborði lagnarinnar virðist ekki hafa verið lokið,
gufan hefði því sloppið þar út og lögnin því verið ófær um að flytja hana
að hellu húsinu.64
Þess sjást engin merki að reynt hafi verið að ljúka lögninni síðar og
gera hana nothæfa. Hólslögnin virðist hafa verið frekar baka til og utan
al mennra gönguleiða. Miðað við þær aðstæður og sjáanleg ummerki á
torf renningnum má því telja að gengið hafi verið á honum áratugum
sam an áður en áfok og rusl fór að hlífa honum,65 sbr. 1.9.1.-2. og 1.22.8.
(11. mynd).
Torfið ásamt rofi lagnarinnar bendir til átakatíma og sýnir einnig að
lögnin var ekki tekin í notkun.
1.21.2. Reynt hefur verið að rekja stöðu þessara fornu gufutengdu
mannvirkja á bæjarhólnum í Reykholti til að fá nokkra yfirsýn og tengja
þau hinum ýmsu áhrifaþáttum. Tímaröðun er erfið þar sem svo virðist
sem unnið hafi verið að nær öllum verkþáttum á mörgum stöðum og
svið um því sem næst samtímis en það bendir til mikilla hæfileika til
verk stjórnar.
Ef lögnin hefði verið þéttuð með leir yfir torfið hefði þurft að moka
moldarjarðvegi yfir leirinn og leggja síðan þökur þar yfir til hlífðar við
traðki. Það hefði getað orðið svipuð aðferð og oft hefur verið notuð
63 Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson 1987, bls. 112 og 113, sbr. Guðrún Svein-
bjarnar dóttir 2012, bls. 79-80, 30. og 31. mynd.
64 Gissur Þór Ágústsson 2009, munnleg heimild.
65 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 19-21, sbr. 2012, bls. 82-84, mynd 31.