Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 241
241
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
við lagnir fyrir heitt vatn utanhúss en sú aðferð var notuð á aðveitu æð
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar á síðari hluta tuttugustu aldar.66 Sú
aðferð sést ekki í tilraunalögninni enda er þar allt önnur jarðvegsgerð.67
Ummerki sýna að við endurhleðslu stórgrýtis í skarðið í ytri brún
virkis veggjarins hefur ófullgerðri bæjarhólslögninni verið sundrað.
Ákvörð un virðist hafa verið tekin um að rjúfa hana og hætta þar með við
gerð hennar og hlaða upp í skarðið í veggnum. Rás eða grunnur skurður
til að fá betra sæti fyrir stórgrýtið mun því hafa verið grafinn þvert á
hana.68 Sjá má að stórgrýtið er nokkru innar í veggnum en óhreyfðir
steinar beggja vegna (3. mynd merkt a).
Telja má að til að ljúka þessari virkjun gufunnar frá Skriflu ásamt
húsinu hefði þurft vikur eða jafnvel allt að einum mánuði. Sá sem þarna
hafði ráðið virðist hafa fallið frá eða verið hamlaður á annan hátt frá verki
og umráðum og að næsti ráðamaður hafi haft allt aðra framtíðarsýn.
Þarna virðist hafa verið unnið að endurgerð virkisveggjarins með
nokkrum asa.
INNLENT EFNI
1.22.1. Hveragrjót, geyserite, eins og það sem notað var í umræddar
tilraunir þarna í Reykholti finnst á aðgengilegum stað í hlíðinni ofan
Úlfsstaða í um tveggja km fjarlægð. Ábúendurnir, Elsa Þorsteinsdóttir
(f.1933) sem er uppalin þar og maður hennar, Sveinn V. Þórarinsson
(f.1934) segja að enn megi finna þarna leifar þessa ágæta byggingarefnis.
Tiltölulega auðvelt er að höggva það til, það var notað við gerð og viðhald
Snorralaugar og var einnig mjög hentugt í stéttar. Það er líparítkennd
möl sem hefur runnið saman í hellu, líklega allt að 0,2 m þykka, vegna
útfellingar úr hver sem nú er löngu horfinn, sbr. 1.7.1.-3.
1.22.2. Ásmundur Guðmundsson (f.1937) sem er uppalinn á Auðs-
stöðum og Gísli Höskuldsson (f. 1926) frá Hofsstöðum og uppalinn þar
segja að þar í norðanverðum undirhlíðum Búrfells í um 5 km fjarlægð
frá Reykholti muni auðvelt að finna hentuga frostsprungna steina,
holtagrjót, eins og það sem notað var í gufulagnirnar. Allt þetta grjót,
66 Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar 1981, Aðveituæð 7. áfangi.
67 Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson 1987, bls. 112-113.
68 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 18, 20, sbr. 2012, bls. 75, 79-82.