Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 244
244
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
eða öðru þurrlendi voru yfirleitt ekki kallaðar torf en við húsbyggingar
voru þær notaðar sem ysta lag á þök til að þau mynduðu sem fyrst
sjálfbæra gróðurþekju en talið var að ,einær‘ þök væru ekki fullgróin.
Algengt verklag við byggingu torfhúsa var að byrja á að rista grasrótina,
þökurnar, af fyrirhuguðu hússtæði og færa þær vel til hliðar, stafla þeim
og nota þær síðar við frágang á þaki. Tveir þannig staflar virðast vera
norðan við helluhúsið (446 og 721) og telja verður líklegt að þeir séu
til komnir á þann hátt og að af þeim hafi verið tekið til að þekja M12,
73sbr. 1.1.1.-1.2.2.
1.22.8. Torf var valið til ákveðinna nota við byggingar og búrekstur en
oft þurfti að sækja það um langvegu í vel gróið votlendi við sérstakar
að stæður en gróðurfar tekur sífelldum breytingum. Gamlar ritaðar
heim ildir telja kirkjuna í Reykholti eða prestakallið eiga torfskurð í
Stein dórs staða jörð en þau réttindi eru nú löngu aflögð. Ábúendurn ir,
Guð finna Guðnadóttir (f. 1959) sem er uppalin þar og maður hennar,
Þór ar inn Skúlason (f. 1955) segja góða torfristu vera vestarlega á slétt-
lend inu í norð-vestri frá bænum þar sem heitir Síki en samkvæmt Ís-
lenskri orðabók er síki m.a. notað um uppistöðupoll.
Aðstæður benda til að þarna hafi verið fjölbreytt kjörlendi fyrir þær
gerðir torfs sem voru einna mikilvægastar við byggingar og búrekstur.
Reið ings torf er nær eingöngu moldarlaus rótaflækja sem myndast þegar
gróð ur sækir út í fremur kyrrstætt hæfilega djúpt vatn eins og þarna
virð ist hafa verið. Vegalengd frá Reykholti að Steindórsstöðum er svipuð
og að Úlfsstöðum og rök og líkur eru til að torf hafi verið sótt þangað í
um ræddar framkvæmdir.
1.22.9. Öll mannvirki tengd framangreindum tilraunum til virkjunar
gufu í Reykholti sýna mikla fyrirhyggju í aðdráttum, efnisvali, meðferð
og notkun við margvíslegar aðstæður.
Sambærilegt efni var notað bæði í tilraunalögnina og hólslögnina og
einnig má sjá í þeim atferlis- og hugmyndatengsl.
73 Laxdæla 1946, bls. 198, Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 19-21, sbr. 2012, bls. 82-
84, mynd 38, 40.