Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 245
245
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
NÚTÍMI
1.23.1. Þegar rætt er um til-
raun ir til virkjunar hveragufu
í Reyk holti á þrettándu öld er
ekki úr vegi að geta um sam-
bæri legar framkvæmdir þar á bæ
á þeirri tutt ugustu. Þegar ákveð-
ið var á árunum fyrir 1930 að
flytja skólann, sem verið hafði
á Hvít árbakka í Borg ar firði, að
Reyk holti mun Skrifla hafa ráð-
ið þar miklu því að gos hverinn Dynkur, sem er lítið eitt sunnar, var ekki
eins heppilegur til virkjunar.
Sveinn Björnsson á Varma landi (f. 1945) sem lengst af sinni ævi hefur
dval ið og starfað þarna í næsta nágrenni, hefur eftir Jóni Ing ólfs syni á
Breiða bólstað (f. 1891) að áður fyrr hafi gosin í Dynki náð nokk urra
metra hæð. Sveinn og Jónas Kjerúlf (f. 1939) sem einnig ólst upp á Akri
á sama tíma, segja að heitt vatn hafi verið leitt sjálfrennandi í steypta þró
sunn an og neðan skólans og notað í þvottahús og fleira. Í þrónni var
kom ið fyrir millihiturum sem voru á lokuðu ofnakerfi skólans og þar
var einn ig komið fyrir útbúnaði til að hita upp kalt vatn sem notað var
í sund laugina, en hún var inni í skólahúsinu.
Gufan úr Skriflu var leidd upp í brekkuna norðan skólahússins í steypta
þró en úr henni skiptust gufulagnirnar að Prestshúsi, kirkju, Þórishúsi
og fjósi. Þær enduðu allar í steyptum þróm og með millihiturum var
guf an látin hita vatn til upphitunar í sjálfvirkri hringrás. Ein leiðsla lá
inn í skólann og þar var gufan notuð í gufubað við hlið búningsklefanna
og í eldhús skólans til matarsuðu. Gufa úr Skriflu hafði verið leidd heim
á bæinn árið 1924 til hitunar íveruherbergja og kirkju og síðan til matar-
suðu í sérbyggðu litlu húsi líkt og gert hafði verið á SturluReykjum, í
ná grenni Reykholts, á árunum 1908-1911.74
GUFUVEITAN Á STURLU-REYKJUM
1.24.1. Hitaveitan á Sturlu-Reykjum mun hafa verið fyrsta full gerða
gufuveita landsins og jafnframt fyrsta jarðvarmaveitan í Borgarfjarðar-
74 Sveinn Þórðarson 1998, bls. 170-191, sbr. Guðrún Sveinbjarnardóttir 2012, bls. 91-93.
17. mynd. Mógil í Skarðsheiði. Ljósmynd:
Ævar Ágústsson.