Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 246
246
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
héraði og undanfari mikillar nýtingar þar á jarðhita. Þar bjó þá Erlendur
Gunn ars son (f.1852) en hann var mikill hagleiks- og hugvitsmaður eins
og hann átti kyn til. Fyrstu tilraunina virðist hann hafa gert árið 1908
með því að finna upp og útbúa gufuskilju úr steinsteypu yfir hvernum,
sem var nokkru neðar. Þá mun hann einnig hafa rist niður þunnar
járnplötur í lengjur, U-beygt þær og búið þannig til lögn fyrir gufuna
heim að bænum. Hún var um 0,1 m í þvermál og þétt var að henni með
steinsteypu. Gufan streymdi heim af miklum krafti. Erlendur hugs aði
sitt ráð og gerði einfalda tilraun sem reyndist vel til upphitunar íveru-
hússins.
Keyptir voru stórir steypujárnspottar og gerður kassi undir þá úr
steinsteypu en gufan lék um botn þeirra.75 Talið er að hann hafi lokið
við endurbættan útbúnað til upphitunar hússins og til matarsuðu árið
1911. Björn Jóhannesson (f.1928), afabarn Erlendar og kona hans,
Guðrún Gísladóttir (f.1923) sem bjuggu á Sturlu-Reykjum um og upp
úr miðri 20. öld, notuðu þennan suðubúnað nokkuð endurbættan og
segja hann hafa verið mjög þægilegan.
Á tuttugustu öldinni var notuð steinsteypa til að loka Skriflu eins og
hvernum á Sturlu-Reykjum og varla hefur aðskilnaður vatns og gufu vaf-
ist fyrir mönnum þar sem fyrirmyndin var til á Sturlu-Reykjum. Vatns-
lásar eru einfaldir að gerð og eru algengir í margvíslegum fráveitum vatns.
Erlendis virðast hugmyndir og tilraunir með notkun heits vatns úr
jörðu hafa verið í gangi frá fjórtándu öld en vitað er að þá var í notkun
heita vatnsveita í Frakklandi.76 Ekki virðist hafa verið mikið álit á notkun
hvera gufu til upphitunar en í byrjun 20. aldar voru þessi hitunarmál í
um ræðu hér á landi. Þrátt fyrir tiltölulega gott efni og töluverða tækni-
þekkingu þess tíma voru ýmis ljón á veginum, meðal annars vantrú
máls metandi manna.77
Sé þetta haft í huga má betur skilja að það var snilldarverk í aðlögun
nýs orkugjafa, efnis og aðferða við upphitun húsa sem virðist, eftir
minjum, rökum og líkum, hafa verið unnið að í Reykholti á þrettándu
öld og síðan á Sturlu-Reykjum á árunum 1908-11.
Frá því um miðja 20. öld hefur gólfhitun með heitu vatni, geislahitun,
verið notuð hér á landi við upphitun húsa og hafa vinsældir hennar
75 Sveinn Þórðarson 1998, bls. 170-191, Kristleifur Þorsteinsson MCMXXXVIII, bls. 41-42.
76 Sveinn Þórðarson 1988, bls. 170-191.
77 Sveinn Þórðarson 1988, bls. 182-186.