Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 261
261
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Árið 1746 sótti Magnús Gíslason lögmaður um styrk til stofnunar
lítillar vefsmiðju og er varðveitt meðmælabréf Jóhanns Kristjáns Pingels
amt manns með henni. Sú umsókn hlaut ekki náð fyrir augum yfirvalda
í Danmörku. Betur tókst til veturinn 1750-51, þegar veittur var 300 rd.
styrkur til starfseminnar. Pingel kom til Íslands með vorskipum 1751 og
hafði með ferðis rokka, vefstól og fleiri tæki. Einnig var Adam Ritter vefari
með í för ásamt fjölskyldu, en hann skyldi veita vefsmiðjunni forstöðu.
Stofnun vef smiðjunnar að Leirá í Borgarfirði, sem væntanlega tók til
starfa í júní mánuði 1751 og síðar Innréttinganna í Reykjavík, 1754,
var margra manna verk en fremstir í flokki voru þeir Skúli Magnússon,
fó geti, Magnús Gíslason, lögmaður, Björn Markússon, varalögmaður og
Pingel, amt maður.5
Í þessari ritgerð er leitast við að koma sér inn í tíðaranda þessa tíma og
kynnast lífi ungmenna sem tóku sig upp frá heimilum sínum og gerðust
starfsmenn vefsmiðjunnar að Leirá og síðar vefsmiðjunnar í Reykjavík.
Það er áhugavert að skoða hvernig það var fyrir ungt fólk á þessum árum
að eygja möguleika á að skapa sér starfsvettvang annan en við sveitastörf.
Þar sem meirihluti þjóðarinnar bjó í dreifbýli á þessum tímum kom
fólk alls staðar að af landinu til að vinna við vefsmiðjuna að Leirá. Þau
Elín Ingjaldsdóttir og Brynjólfur Jónsson fengu tækifæri til að nema
spuna og vefnað að Leirá og hófu störf þar áður en vefsmiðjan flutti til
Reykjavíkur. Þar héldu þau áfram að vinna í vefsmiðjum Innréttinganna
í Reykjavík, en þau giftust síðar.
RANNSÓKNARSPURNING:
Hvaða möguleika gaf stofnun vefsmiðja á seinni hluta 18. aldar
ungu fólki til starfsframa og tekna?
Einnig er ætlunin að gera því stuttlega skil hvaða starfsemi var í vef-
smiðj unni og hvað var framleitt þar til að setja líf þeirra í samhengi.
2. UPPHAF STOFNUNAR OG STARFSEMI VEFSMIÐJA 18. ALDAR
Magnús Gíslason lögmaður að Leirá í Borgarfirði var í forystu við stofnun
Hins íslenska hlutafélags, sem stóð að stofnun Innréttinganna. Honum
5 Lýður Björnsson, Saga Íslands VIII, bls. 129-130