Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 264
264
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
verið boðið að senda fólk sitt til skemmri dvalar til að nema verkhætti
í vefsmiðjunni, sem gerði það að verkum að á sveitaheimilum víða um
land var spunnið garn, sem skýrir hin miklu kaup á garni þessi árin.
3. ELÍN INGJALDSDÓTTIR OG BRYNJÓLFUR JÓNSSON
UPPVÖXTUR OG NÁM/VINNA AÐ LEIRÁ
Elín Ingjaldsdóttir fæddist 1732 á Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, faðir
henn ar var Ingjaldur Hinriksson, frá Ívarshúsum, Akranesi, fæddur
1698. Brynjólfur Jónsson fæddist 1736 á Brú í Jökuldal. Foreldrar Jón
Brynjólfs son, pr. Hálsi Hamarsfirði og Ragnheiður Runólfsdóttir, pr.
Ketils sonar.12 Mjög lítið fannst í manntölum um Elínar fólk, en þegar
skoðað er manntalið 1703 fyrir Ívarshús, Akranesi, eru 12 manns sem
þar búa, 9 karlmenn og 3 konur, þar er faðir Elínar 5 ára.13 Ennþá minna
er að finna um Brynjólfs ætt þó skoðuð hafi verið alls kyns manntöl, þ.e.
ekkert fannst um uppvöxt þeirra. Ekki fannst skýring á af hverju Elín er
sögð „að norðan“, hér fyrir neðan. Hvergi fannst hvenær þau giftu sig,
en í sóknarmannatölum frá því að þau fluttu alfarið í Borgarfjörðinn
eru þau alls staðar skráð hjón. Í æfisögubroti feðganna Sveins og Þórðar
er Brynjólfs og Elínar getið, þar sem sagt er frá uppbyggingu Magnúsar
Gíslasonar amtmanns á vefsmiðjunni að Leirá:
Hann innfærði hér danskan vefstað, setti hann niður á Leirá, byggði
þar timburhús og fékk þýskan mann, Adam Ritter, til að kenna. Kom
hann hingað inn með konu sína og dóttur; kenndi hann mönnum,...
Aðrir, sem urðu hér eftir og útskrifazt höfðu, fluttu til Reykjavíkur.
Þá var fabrikkan stofnuð þar, að ráði amtmanns og Skúla fógeta. ...
Hinn var Brynjólfur, sem lengi var við fabrikkuna, og giptist hann þar
einni af spunastúlkunum Elínu Ingjaldsdóttur að norðan. Hann var
seinna ráðsmaður hjá stiftamtmanni Ólafi á búi hans á Leirá, en þegar
hann eptirlét jörðina syni sínum, Magnúsi, flutti hann sig að Háafelli í
Skorradal, því hann keypti jörð þá fyrsta af Skálholtsstólsjörðum fyrir
30 rd., en það er þó dávænt kot. Þar dóu þau bæði, og eptirlétu sér
ekkert barn, en mikla fjármuni.14
12 Borgfirskar æviskrár bls. 490
13 www.manntal.is
14 Þórarinn Sveinsson, „Um Magnús amtmann Gíslason, Ólaf stiftamtmann o.fl.“, bls. 18