Borgfirðingabók - 01.12.2016, Side 265
265
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Miðað við þessar heimildir hefur Brynjólfur numið vefnað að Leirá og
farið síðan að vinna í vefsmiðunni í Reykjavík, en Elín hefur verið með
fast starf að Leirá í eitt ár áður en hún hóf störf í Reykjavík samkvæmt
listum úttektarmannanna Rön og Ottó, en þeir gerðu skrá yfir starfsfólk
Innréttinganna dagsett 5. júlí 1760, þ.e. fyrsta iðnverkafólk á Íslandi
sem var á árslaunum eða fékk fæði og klæði í kaup. Alls voru þau 71 sem
unnu við fyrirtækið þetta ár.15 Þar má líka sjá hvað margt af því fólki
hafði unnið við vefsmiðjuna að Leirá, miðað við hve lengi það hafði
unnið, þ.e. þau sem hafa unnið þar 6-9 ár, árið 1760. Í þessum lista
má finna þau bæði. Eftirfarandi umsögn fá þau þar: Brynjólfur Jónsson
vefari hefur unnið 6 ár í vefsmiðjunni, fyrstu þrjú árin sem nemi, fær 3
merkur á viku og frítt fæði og klæði í laun. Elín Ingjaldsdóttir, spinnur
kamull, hefur unnið í 7 ár við vefsmiðjuna. Hún fékk fæði og klæði að
launum auk smáupphæðar (2-3 rd.) á ári að auki til fatakaupa.16
4. BÚSETA ELÍNAR OG BRYNJÓLFS Í REYKJAVÍK 1754–1771
Í manntali – sálnaregistri fyrir 1758 – fyrir Reykjavík[væntanlega jörð-
ina] má lesa eftirfarandi: „Brinjolfur Jónsson 21 árs, les og kann bæn ir,
Elín Ingialdsdotter 24 ára les og kann bænir.“17 Þarna eru þau væntan-
lega farin að búa saman í Reykjavík og vinna bæði í vefsmiðju Inn rétt-
ing anna, sem þau höfðu gert frá upphafi hennar árið 1754. Enn eru
þau bæði skráð í manntali 1762 á bænum Reykjavík18 og vinna bæði
í vef smiðjunni. Svo er það að húsbruninn verður hjá Innréttingunum
1764 og missir Brynjólfur eignir í brunanum í vefsmiðjunni 19upp á 9
ríkisdali, sem var með því mesta að verðmæti, sem einstaklingar töp-
uðu.20 Elín er ekki talin með í þessum hópi, en að öllum líkindum var
þetta tap þeirra beggja. Eftir að hafa unnið sem vefari hjá vefsmiðjunum
í 14 ár var Brynjólfi Jónssyni „burtvysad ur þienustu hier J Reikiavyk
15 Lýður Björnsson, Íslands hlutafélag, bls. 83-88
16 Lýður Björnsson, Íslands hlutafélag, bls. 83-88
17 ÞÍ. Kirknasafn BC1. Sóknarmannatal árið 1758 fyrir Gullbringusýslu
18 ÞÍ. Manntal í Reykjavík 1762
19 ÞÍ. Stift.III.195/47 Specification, 1764 yfir þá sem misstu eignir í brunanum í
vefsmiðjunum 1764
20 Þorleifur Óskarsson, Saga Reykjavíkur, bls. 140