Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 266
266
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
nu á yfirstandandi sumre“,21 þ.e. vísað úr þjónustu 14. aug. 1767,
honum var sagt upp ásamt 34 öðrum. Elín hefur þá verið hætt nokkru
áður eða einhvern tíma á tímabilinu 1762-67. Maðurinn sem stóð
að uppsögnunum hafði verið sendur hingað til að gera breytingar til
batnaðar fyrir Innréttingarnar, en hann hét Arv Gudmansen, stríðsráð,
eins og hann skrifaði sig sjálfur: Fabrikens Seigl i Island. Arv þessi var
ekki fyrr kominn til landsins að hann sagði upp flestu starfsfólkinu. Það
er samdóma álit að vart hefur nokkur maður á síðari öldum verið verr
þokkaður en hann af alþýðu landsins.
Árið 1773 var tekið þingsvitni um afkomu og ástand þessa burtrekna
fólks frá Innréttingunum og er það undantekningarlítið í mestu örbirgð.
Skulu hér nefnd örfá dæmi um ástandið hjá þessu fólki: „á bágt“, „á
mjög bágt“, „nú á húsgangi“, „við mjög bágan kost“, „í armóð“, „niður-
setn ingur í Hlíðarhúsum“, „dauð fyrir tveimur árum, í fátækt og vol-
æði“, einn ungur vefaradrengur fór til Kaupmannahafnar og „gengur
þar á Betleríi“.22 Ekki þoldu allir að gerast verksmiðjufólk og vera sagt
upp störfum, snögg velmegun og frelsi var ekki það sem fólk átti að
venj ast og ekki um auðugan garð að gresja með að fá aðra atvinnu. Það
var því ekki sjálfgefið að þau Elín og Brynjólfur gætu komið undir sig
fótunum á þessum tímum, en einhvern veginn tókst okkar fólki að
bjarga sér, því þau virðast ekki í alvarlegum kröggum þótt atvinnan hafi
brugðist. Næstu heimildir um hagi þeirra er að fá í húsvitjunarbók Sel-
tjarnar nessprestakalls 1769-1771 en þar eru þau bæði skráð á bænum
Grjóti (Griote), Brynjólfur er skráður 31 árs húsmaður og Elín 34 ára
húskona.23 Húsmaður og húskona þýðir að vera sjálfur sér ráðandi en
hafa húsnæði hjá öðrum. Eins konar leigjandi. Þau voru ekki bundin
vistarbandi.24 Þarna eru þau greinilega sjálfstæð en engar heimildir eru
um afkomu þeirra á þessum tíma. Þegar skoðuð er saga Ólafs Stephensen
frá þessum tíma kemur í ljós að hann hefur haft vefara í vinnu í 8 ár árið
1774,25 þ.e. frá 1766, en Ólafur bjó þá á Sviðsholti, Álftanesi. Einnig
21 ÞÍ. Amt. 11.87. Liste Paa De Continuerende Arbeidere ved Fabriqven udj Reikewig,
som vedholt af regning den 25de July h.f. over antagne eftir Fabriqvens havende forraad
af uld nemlig
22 Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur I, bls 91-93
23 ÞÍ. Kirknasafn. BC/002. Húsvitjunarbók Seltjarnarness-prestakalls 1769-1771
24 Kristín Svava Tómasdóttir, „Húsmenn við Breiðafjörð og á Vestfjörðum í upphafi 18.
aldar“, bls. 1
25 Lbs.-Hbs. Ólafur Oddsson: Ólafur Stefánsson og tilraunir hans með iðnað og útgerð að
erlendum hætti, bls. 17