Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 267
267
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
getur Elsa E. Guðjónsson þess að 3 Íslendingar hafi fengið vefsmiðjur
erlendis frá og starfrækt heima hjá sér á sjöunda og fram á níunda tug
18. aldar, einn þessara var Ólafur sem bjó á Sviðsholti og síðan að Innra-
Hólmi. 26 Svo er það 1771 að Ólafur færðist undan því að flytja norður í
land vegna skiptingar landsins í tvö ömt og tilgreinir sérstaklega að hann
verði þá að yfirgefa „Vævstoel med Huusbygning“ er hann hafi komið
upp.27 Einnig eru til heimildir um að Ólafur hafi framleitt kersur í
vefsmiðju sinni.28 Á árunum 1762-63 samdi Ólafur við Innréttingarnar
og Konungsverslunina fyrri um að kaupa af sér kersur á ákveðnu verði.
29 Gæti vefarinn eða einn vefaranna hafa verið Brynjólfur og þess
vegna Elín líka að spinna hjá Ólafi að Sviðsholti á þessu tímabili þeirra
í Reykjavík? Ekki hefur tekist að fá heimildir um hvaða atvinnu þau
stunduðu tímabilið 1767-77 eða hvar þau bjuggu 1771-77 þar sem þau
fundust ekki í manntölum og sóknarmannatölum fyrir þessi ár.
5. SÍÐARI BÚSETA ELÍNAR OG BRYNJÓLFS Í BORGARFIRÐI ÁRIN
1777–1804
Næstu heimildir um búsetuskipti Elínar og Brynjólfs er þegar þau
eru skráð að Eystri-Leirárgörðum á árunum 1777-1779, þar eru þau
sögð hjón og vera guðhrædd, hjá þeim eru Bjarni vinnumaður, 43
ára og Þorbjörg, vinnukona 16 ára. Árið 1779 eru þau komin með
tvö töku börn: Jón Ólafsson, 12 ára og Svanhildi Ólafsdóttur 19 ára.30
Þessi tvö tökubörn koma svo ekki meira við sögu. Það lítur út fyrir
að Brynjólfur hafi verið ráðsmaður að Leirá samhliða því að búa að
Eystri Leirárgörðum, enda jörðin í túnfætinum við Leirá, en þar bjuggu
þau Elín og hann frá 1777. Þar sem ekki liggja fyrir sóknarmannatöl
fyrir þessi ár er ekki hægt að fullyrða um það, en líklegt má telja að
þau hafi búið að Eystri-Leirárgörðum eða Leirá, árin þarna á milli, þ.e.
1780-1782. Brynjólfur og Elín bjuggu að Leirá frá árinu 1782 til 1789.
Var Brynj ólfur ráðsmaður hjá Birni Markússyni lögmanni. Að vera
26 Elsa E. Guðjónsson, „Um rokka, einkum með tilliti til skotrokka“, bls. 23
27 Lbs.-Hbs. Ólafur Oddsson: Ólafur Stefánsson og tilraunir hans með iðnað og
útgerð að erlendum hætti, bls. 23
28 Sami bls. 19
29 Hrefna Róbertsdóttir, Landsins forbetran, bls. 181
30 ÞÍ. Kirknasafn. BC/1. Leirár kirkjusókn – Borgarfjarðarsýsla, sálnaregistur 1777-1779