Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Side 20

Víkurfréttir - 07.12.2022, Side 20
Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Gunnars Inga Guðmundssonar og Rakelar Pálsdóttur en söngkonan Rakel syngur öll fimm lög plötunnar. Platan kom út 24. nóvember síðastliðinn og er plata vikunnar á Rás 2 vikuna 12.–16. desember. Gunnar átti mörg lög „á lager“ og því ákvað hann að slá til og búa til plötu. „Það kom upp sú pæling að henda í eina plötu með öllum þeim lögum sem til voru, með það að markmiði að gera plötu með nýjum íslenskum, frumsömdum jólalögum.“ Gunnar samdi lögin á plötunni en söngkonan Rakel flytur lögin. Ásamt því að semja lögin spilar Gunnar á bassa. Upptökur fyrir plötuna hófust í júní og stóðu fram í október. „Við fórum í Stúdíó Bambus til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og tókum upp grunn af öllum lögunum sem við byggðum ofan á og útkoman er mjög góð,“ segir Gunnar. Gunnar kemur frá Reykjanesbæ, honum þykir gaman að fást við að semja og gera jólalög en hann hefur samið lög fyrir þekkta söngvara eins og Arnar Dór og Sjonna Brink en hann samdi einnig Þjóðhátíð- arlag Vestmannaeyja árið 2003 fyrir Skítamóral. Þá segist Gunnar nú þegar vera byrjaður að vinna að nýrri plötu með lögum í kvikmynda- stíl en hann langar að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Gunnar segir hann plötuna geta komið fólki í jólaskap. „Platan skapar okkur ákveðna sérstöðu þar sem á henni eru ný íslensk frumsamin jólalög, hún er án efa hugljúf og notaleg jólaplata sem kemur fólki í gott jólaskap.“ Rakel heldur jólatónleika á Nauthól þann 21.desember næst- komandi kl 20:00 en með henni spila Gunnar Ingi, Birgir Þóris, Bent Marinós og Þorvaldur Halldórsson. Á dagskránni verða öll lög plötunnar ásamt uppáhalds jólalögum Rakelar. Byrjuðu að vinna að jólaplötu í júní Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta er að hlusta á plötuna í heild sinni hér. Afmæli Föstudaginn 9. desember verður Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sjötugur. Í tilefni af þeim tímamótum verður opið hús á Réttinum að Hafnargötu 90 í Keflavík þar sem hjónin Jón og Ásta munu taka á móti gestum frá kl 18:00 til 21:00. Gjafir eru afþakkaðar en fyrir þá sem vilja verður söfnunarbaukur fyrir Vel- ferðarsjóð Suðurnesja á staðnum. Leikmyndasmiðir True Detective fara mikinn í Reykjanesbæ þessa dagana. Eftir að hafa umbreytt hluta Hafnargötunnar í jólalega götu í bænum Ennis í Alaska, bættu leikmyndasmiðirnir um betur og sköpuðu glæsilegan jólagarð við eitt af húsunum á Sunnubraut í Keflavík sem notast verður við í fjórðu seríu þáttanna sem True North er að framleiða hér á landi fyrir HBO-framleiðslufyrirtækið. Vegna kvikmyndatökunnar var Sunnubraut lokað bæði þriðjudag og miðvikudag í þessari viku. Brekku- stíg og Þórustíg í Njarðvík verður svo lokað að hluta dagana 8. og 9. desember vegna kvikmyndatöku. Glæsilegur jólagarður við Sunnubraut í Keflavík Aðeins viku eftir að uppbygging leikmyndar True Detective hófst við Hafnargötuna í Keflavík er tökum lokið. Frá því snemma á laugardagsmorgun var unnið að því að fjarlægja leikmyndina, þrífa upp gervisnjó og taka niður skilti og merkingar. Það er ekki þar með sagt að kvik- myndatökuliðið hafi yfirgefið bæjar- félagið, því næst var farið í upptökur við Sunnubraut í Keflavík, á tveimur stöðum í Njarðvík og á Ásbrú. Unnið var á Ásbrú í byrjun vik- unnar og á sunnudag var hafist handa við að undirbúa íbúðalóðir við Sunnubraut undir gervisnjó, því náttúruöflin virðast ætla að halda sig við snjólaust veður og jafnvel súldarloft. Tökum við Hafnargötu lokið og leikmyndin rifin Hafnargötunni í Ennis smábænum í Alaska var aftur breytt í fyrra horf. 20 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.