Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 7

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 7
RÖKKUR 53 (Uppskerumenn fjarlægjast og ganga til livílustaðar síns á hlöðulofti, en Jolin fer um bak- innganginn í eldhús og er all- liávaðasamur. Mál hans í eld- liúsi heyrist lítið eitt gleggra en mál lians fyrir utan liúsið). Halló, fólk. Komdu upp með mér, Sigurjón. Kaffi, ha? Jæja, en eg þarf eitthvað sterkara á eftir. Aðeins einn bolla, Helga, og eg drekk hann í einum teyg. — Þetta er sterkt, en það er ekki það rétta bragð, ha, lia. Komdu nú, Sigurjón. (Sigurjón og John koma inn í stofuna. John er allmikið drukkinn, en þó ekki svo, að hann eigi enn erfitt um mál eða gang. Hann er á því stigi, er hugar- sesingar drukkinna manna gætir hvað mest). Það var alls ekki ineiningin að fara hingað, held- ur upp. Farðu nú ekki að setj- ast. Komdu upp, eg á þar eitt- livað meira en eg hefi í vasan- Um. Nú fara þeir, farfuglarnir, félagar mínir. Þú ert ekki far- fugl, ha? (Illær við harkalega kaldranalega). En það er nú óægt að tala við þig samt, því að þú skilur okkur. Þú ert eins °g óbreyttur dáti, skilurðu, ekki eins og blóðsugur. Svei þeim. Eg hræki í sporin þeirra. (Sest): Jæja. Eg sest þá sjálf- Ur. Þú, Sigurjón, ert góður fé- iugi. Þú ert svof fjandi góður að hlusta. (Styður hönd á enni og hallar sér fram. Stnþur þvi næst enni sitt). SIGURJÓN: (Varfærnis- lega). Eg er smeykur um, að drykkjarföngin hafi ekki verið af skornum skammti í kvöld, vinur. Og drykkurinn í sterk- ara lagi. JOHN: (Lægra en áður). Sterkur, eitraður, baneitraður. Heimatilbúinn skratti. Hvað geta farfuglarnir keypt annað, eklci geta þeir keypt fín vín, eins og þeir, sem græða á því, að við séum limlestir eða drepnir. En það er gott að hafa eitthvað að drekka, lagsmaður, svo að maður geti „dáið“ og gleymt öllu. SIGURJÓN: (Gengur til hans. Leggur liönd á öxl hans). Þér líður illa. Höfuðverkurinn óvanalega sár? JOHN: Mér líður eins og vanalega „daginn eftir“ — eins og glóandi teinar liefði verið reknir í mig. Helga! Gefðu mér meira kaffi. Það er kannske til bóta. Nei. Þá rennur alveg af mér. Komdu nú upp með mér, Sigurjón. Talaðu við mig. Þeir eru á förum, sérðu, kannske eg fari með þeim. Það er eins og ótal auðir götuslóðar kalli, götuslóðar, sem farfuglar einir þekkja vel. (Ber á enni sér með hnefunum, stendur upp, gengur

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.