Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 16
62
RÖKKUR
á hann, undrandi og hrædd):
Nonni!
JOHN. (Sprettur upp og
horfir á liana): Þú! (Stendur
svo stundarkorn. Sezt svo aftur
og leggur klútinn á enni sér):
Þú, Ása! Eg fer að skilja
(Gremjulega): Gestir! Þú
komst með Rúnu. (Hörkulega):
Hvers vegna?
ÁSA. (Stillilega): Til þess að
hjálpa þér, Nonni.
JOHN. (Beiskjulega): Hver
segir, að eg sé hjálpar þurfi. Eg
hefi ekki beðið um neina hjálp.
Og sízt mundi eg þig biðja. Æ,
þau hefði átt að láta kyrrt
liggja og eg að fara mína leið.
Menn geta ekki breytt rás ör-
laganna. Það hefði verið betra
að við hefðum ekki hitzt aftur.
ÁSA. (Lágt): Ertu nú viss
um það?
JOHN: Já. Af því, að það,
sem í huga mínum var, er þar
bezt geymt, unz yfir lýkur.
(Stendur upp og horfir á hana):
Það er bezt, að þú farir eða eg.
ÁSA: Hvers vegna? Eg kom
til þess að sættast við þig, reyna
að hjálpa þér. Eg átti í baráttu
við sjálfa mig, áður en eg á-
kvað að koma, því máttu trúa.
Þú þarft ekki að hlífa mér, ef
þú ert mér gramur, eg bið ekki
um það. En getum við ekki
ræðst við í hreinskilni, og skil-
ið svo, ef —
JOHN. (Æstur): Hvers
vegna? Þú spurðir: Hvers
vegna? Gott og vel. Eg skal vera
hreinskilinn við þig, fyrst þú
ferð fram á það, það er af því
að eg hata þig, hata þig. (Hann
er kominn í mikla hugaræsingu
og lætur ásakanirnar dynja á
lienni eins og hálftrylltur mað-
ur lætur svipuhögg dynja á
varnarlausri skepnu): Eg er
ekki sá, sem þú skildir við forð-
um, ástfangni unglingurinn,
sem trúði á guð og mennina og
ættjörðina og á þig, setti þig
ofar öllu, treysti þér takmarka-
laust, og hætti á allt þín vegna.
Sldlurðu það, — það var í raun-
inni bara vegna þess, að eg þótt-
ist viss um, að þú mundir aldrei
bregðast, þú mundir allt af
elska mig, að eg hætti fúslega á
allt. Það var eitt, að eins eitt,
sem eg var svo viss uin, að eg
mundi aldrei missa: þig. En þú
kaust að hverfa úr li-fi mínu,
án þess að segja eitt orð. Óviss-
an lá eins og farg á mér og þeg-
ar eg hugsaði um þetta fram og
aftur, framtíðarvonirnar, land-
ið, sem við ætluðum að taka og
ryðja, þegar eg kæmi heim, og
mér varð ljóst, að þú hafðir
vfirgefið mig, þá varð eg beislc-
ari og beiskari í lund. Beiskjan
varð að gremju og gremjan að
hatri. Allt, sem illt er, náði þá
sterkari tökum á mér. Þar, seni